Samfélagið

Símtal til Marokkó, skrautmunaskiptimarkaður og PFAS-efni

Við byrjum þáttinn á því spjalla við Birtu Árdal Bergsveinsdóttur, hún hefur búið í Marokkó í um áratug, er hluti af samfélaginu þar og hún og fjölskylda hennar leggja allt kapp á koma fólkinu sem missti allt sitt í jarðskjálftanum fyrir viku til hjálpar.

Sólheimasafn er stundum kallað litla vinalega safnið og þar hafa grænar áherslur lengi ráðið ríkjum. Við förum á skrautmunaskiptimarkað á safninu og ræðum við Guðríði Sigurbjörnsdóttur, deildarstjóra Borgarbókasafnsins í Sólheimum, um ýmislegt fleira sem þar er á döfinni.

Málfarsmínúta úr smiðju Önnu Sigríðar Þráinsdóttur, málfarsráðunauts.

Neytendaspjall. PFAS efni eru skaðleg og finna víða, svo sem í ýmsum gerðum af pönnum, tannþræði, regnfötum og matvælaumbúðum. Brynhildur Pétursdóttir frá Neytendasamtökunum ræddi við við okkur um þau.

Frumflutt

15. sept. 2023

Aðgengilegt til

15. sept. 2024
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,