Síðdegisútvarpið

Könnun Maskínu, rithöfundar óánægðir með Storytel og kjarabarátta kennara

Margrét Tryggvadóttir formaður Rithöfundasambands Íslands segir hvorki rithöfunda útgefendur græða á samningum við Storytel og rithöfundasambandið leiti til lögfræðinga vegna mikillar óánægju innan starfstéttarinnar. Margrét kom í þáttinn til okkar og við ræddum þessi mál við hana.

Við tókum stöðuna á kjarabaráttu kennara og til okkar mætti Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands.

Maskína gerði könnun á fylgi stjórnmálaflokkanna í byrjun mánaðar og samkvæmt henni er fylgið á mikilli hreyfingu. Við fórum yfir helstu niðurstöður könnunarinnar með Eiríki Bergmann stjórnmálafræðiprófessor.

Afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2024 fór fram í Grósku í dag og við heyrðum í Höllu Helgadóttur framkvæmdastjóra Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og spurðum hana út í tilnefningarnar og hvaða þýðingu það hafi hljóta þessi verðlaun.

Vonskuveður hefur gengið yfir landið og verið hvasst norðanlands eftir hádegið og spáð er miklu hvassviðri norðvestantil síðdegis og við tókum stöðuna með Jóni Þór Víglundssyni upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

En við byrjuðum á veðrinu Katrín Agla Tómasdóttir veðurfræðingur á vakt var á línunni hjá okkur.

Frumflutt

7. nóv. 2024

Aðgengilegt til

7. nóv. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,