Síðdegisútvarpið

B er ekki best, hreyfiveiki, laxveiði og öryggi í Reynisfjöru

Bjarki Már Baxter er foreldri barna á grunnskólaaldri og eins og svo margir aðrir foreldrar leggur hann sig fram við aðstoða þau við heima­námið og fylgj­ast með náms­ár­angri. Hann segir það þó hægara sagt en gert eftir einkunnagjöf í formi tölustafa var lögð niður og bókstafir teknir upp. Bjarki segir einkunnagjöf með bókstöfum ógagnsæ og ruglandi og eldra fyrirkomulagið þar sem einkunnir voru á skalanum 1 og upp í 10 hafi verið einfaldara og gagnsærra kerfi. Við ræddum þessar hugleiðingar Bjarka Más stöðu menntamála og þá staðreynd samkvæmt OECD hafi námsárangri grunnskólabarna hér á landi hrakað.

Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar senda þjóðvarðaliða til höfuðborgarinnar Washington DC og færa lögreglu borgarinnar undir alríkisvald. Þetta kom fram á blaðamannafundi hans fyrr í dag, en Trump lýsti því yfir á samfélagsmiðli sínum Truth Social í gær hann ætlaði betrumbæta borgina, meðal annar með því handtaka glæpamenn hratt og örugglega og flytja heimilislausa langt frá borgarmörkunum. Við fengum Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúa og áhugamann um bandarísk stjórnmál til okkar til fara betur yfir þetta.

Við ræddum við Jón Kristjánsson fiskifræðing í Síðdegisútvarpinu á föstudaginn um laxveiði og þá venju veiða og sleppa, sem hann segir argasta óþarfa, og ekki gera neitt gagn þegar kemur því vernda laxastofninn. Það eru skiptar skoðanir um þetta mál, og við ræddum við Guðna Guðbergsson sviðsstjóra ferskvatns- og eldissviðs á Hafrannsóknastofnun síðar í þættinum.

Á morgun hefst á Akureyri önnur alþjóðlega ráðstefnan um hreyfiveiki (International Congress on Motion Sickness) þar sem sérfræðingar víðs vegar úr heiminum koma saman til ræða nýjustu rannsóknir og lausnir á þessu viðfangsefni. Hvað er hreyfiveiki og hvað veldur henni. Við forvitnuðumst um ráðstefnuna og heyrðum í Hannesi Petersen lækni og prófessor.

Umræða um ferðamann fari ekki nógu varlega í Reynisfjöru og fylgi ekki öryggisleiðbeiningum er á villigötum þegar þær leiðbeiningar er finna á skilti sem fauk um koll í íslensku roki og er ekki sýnilegt neinum, mati Magnúsar Rannvers Rafnssonar verkfræðings. Hann segir í aðsendri grein á vísi augljóst lögum um mannvirki hafi ekki verið fylgt við hönnun og eða uppsetningu skiltisins, sem hefur legið niðri í lengri tíma, og spyr hvers vegna fjörunni hafi ekki verið lokað þar til nýtt skilti hafi verið sett upp. Við ræddum þetta við Magnús.

Frumflutt

11. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,