Síðdegisútvarpið

Leiðtogafundur, eldislax, Storytel og brauðlausar endur

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti mætast á leiðtogafundi í Anchorage í Alaska á morgun þar sem aðalumræðuefnið verður málefni Úkraínu, en Volodimir Selenskí Úkraínuforseti verður þó ekki viðstaddur. Ástrós Signýjardóttir fréttamaður fór yfir stöðuna með okkur.

Í gær kom í ljós eldislax hefði veiðst í Haukadalsá í Dölum en veiðimaðurinn hafði ekki áttað sig á þessu sjálfur en sendi mynd og myndbönd á samfélagsmiðla hvar hann sést sleppa laxinum. Í kjölfarið fór Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur á svæðið og þá kom í ljós fleiri eldislaxar hefðu komið sér fyrir í ánni og spyrja með sig hvað næst? Guðni Magnús Eiríksson sviðstjóri laxa og silungsveiðisviðs hjá Fiskistofu stýrir næstu skrefum og við heyrðum í honum.

Og við höldum áfram taka stöðuna á landvörðum, og þetta sinn sláum við á þráðinn til Josephine Roloff sem er landvörður í Dreka við Öskju.

Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel á Íslandi og í Svíþjóð En rannsóknin beinist því hvort Storytel teljist markaðsráðandi og hvort viðskiptaskilmálar fyrirtækisins gagnvart útgefendum og rithöfundum teljist ósanngjarnir. Margrét Tryggvadóttir formaður rithöfundasambandsins kom til okkar.

Ekki gefa öndunum brauð eru skilaboðin frá Reykja­vík­ur­borg þessa dagana. Ástæðan er þör­unga­blómi sem vart hef­ur orðið í vatni Tjarn­ar­inn­ar, þar sem sjá óvenju­lega lit­sterka brák. Við heyrðum í Þórólfi Jónssyni deildarstjóra umhverfis og gæða.

Staðarmiðillinn Víkurfréttir er 45 ára í dag. Eigandinn Páll Ketilsson hefur verið viðloðandi hann frá upphafi og hann var á línunni

Frumflutt

14. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,