Síðdegisútvarpið

Bónorð í Bændablaðinu, nýji Iphone 17 og mannlíf á Vestfjörðum

Við rákum í augun í bónorð í bændablaðinu sem var svohljóðandi - Óska eftir hönd Guðrúnar Vöku Steingrímsdóttur : Elsku Guðrún mín viltu giftast mér ? Þinn Freyr Snorrason, við hringdum í hann.

Á þriðjudaginn stóð Apple fyrirtækið fyrir stærstu árlegu kynningu sinni en þar var m.a. kynntur til sögunnar nýr iPhone 17 . Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson er markaðsstjóri Nova hann kom til okkar.

Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu félags fanga sagði í grein á Vísi í dag frá fræðslu- og vinnuferð til London sem hann fór ásamt teymi frá göngudeild smitsjúkdóma Landspítalans. Tilgangurinn var kynna sér starf og aðferðir í baráttunni við smitsjúkdóma meðal jaðarsettra hópa. Guðmundur Ingi kom til okkar í dag.

Gímaldið er nýr miðill sem fer í loftið með haustinu. Hann er hugarfóstur Auðar Jónsdóttur og Eyrúnar Magnúsdóttur sem báðar hafa ástríðu fyrir blaðamennsku og áralanga reynslu af fjölmiðlum og skrifum. Þær komu í Síðdegisútvarpið

Og við ljúkum umfjöllun okkar um mannlíf á Vestfjörðum líkur í dag en þá heyrum við i Dórotheu Einarsdóttur aðstoðarskólameistara Menntaskólans á Ísafirði og síðan lítum við í heimsókn til konu sem hefur búið alla tíð á Ísafirði og hún heitir Svana Þórðar. Svana býr á Seljalandi en það er á snjóflóðahættusvæði svo hún þarf búa annars staðar í bænum á veturna ásamt eiginmanni sínum.

Frumflutt

11. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,