Síðdegisútvarpið

Leiklist fyrir fullorðna, stefnuræða forsætisráherra, Góði hirðirinn að rokka og netöryggi.

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum umræðan um háu trén í Öskjuhlíð og hættunni sem þar hefur skapast varðandi aðflugslínu við Reykjavíkurflugvöll. Sumir vilja meina þetta hafi verið kornið sem setti af stað atburðarrás sem leiddi til þess meirihlutinn í borgarstjórn féll á föstudagskvöld. Ólafur Gestur Arnalds náttúrufræðingur og prófessor skrifaði áhugaverða grein í Heimildina fyrir helgi það sem hann telur það ansi merkilegt ágreiningur um tré skuli geta orðið deiluefni og alls ekki megi fella tré til tryggja öryggi flugfarþega. Ólafur kom til okkar .

Tímaritið Reykjavík Grapevine valdi Góða hirðinn bestu verslun í Reykjavík árið 2024. Og ekki nóg með það, Góði hirðirinn var líka valinn Best of the best í Reykjavík af þeim sem unni til verðlauna fyrir besta í Reykjavík. Gunnar Dofri Ólafsson er sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs Sorpu og hann kom í Síðdegisútvarpið

Um þessar mundir fagnar Reykjalundur 80 ára afmæli, en það var árið 1945 sem fyrsti sjúklingurinn var formlega innritaður á Reykjalund. Í dag er Reykjalundur stærsta endurhæfingarstofnun landsins og þjónar einstaklingum alls staðar að. Pétur Magnússon er forstjóri Reykjalundar og hann kom til okkar og sagði okkur frá þessari merku stofnun og tímamótunum í ár.

Á morgun, 11. febrúar, er alþjóðlegur netöryggisdagur og í tilefni af honum kemur Skúli Bragi Geirdal til okkar en hann er sviðstjóri hjá SAFT sem er netöryggismiðstöð Íslands. Skúli Bragi sagði okkur frá opnun fræðslufundi um félagslegt netöryggi og upplýsingaóreiðu meðal annars.

Við ætlum líka heyra af leiklistarskóla sem heitir Opnar dyr en þar fullorðnir tækifæri til þess læra leiklist og í leiðinni þroska sig og efla sjálfstraust. Ólöf Sverrisdóttir og Ólafur Guðmundsson leikarar og leiklistarkennarar eru stofnendur skólans og þau komu til okkar.

Stefnuræðu forsætisráðherra var frestað í síðustu viku vegna óveðurs sem gekk yfir landið þar sem rauðar viðvaranir voru í gildi um nær allt land. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flytur því fyrstu stefnuræðu sína í kvöld. Regluleg þingstörf hejast síðan á morgun. En við hverju búast á nýju þingi? Magnús Geir Eyjólfsson þingfréttamaður, kom til okkar í upphafi þáttar.

Frumflutt

10. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,