Síðdegisútvarpið

Baldur um forsetakosningarnar,Benni Hemm Hemm ásamt kór og glæpasagnahöfundar

Í gær birtust á feisbúkk skrif eftir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor og fyrrum forsetaframbjóðenda. Í skrifunum fer hann yfir það hvernig þingkosningarnar endurspegla forsetakosningarnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Baldur tjáir sig um forsetakosningarnar eftir hann var í framboði og við heyrðum í honum og spurðum hvaða leiti hann telji þingkosningarnar endurspegla kosningarnar í sumar.

Benni Hemm Hemm mætti til okkar með kór og hér var tekið lagið í beinni auk þess sem við spjölluðum við Benna og Ásdísi Eir Símonardóttur.

Rithöfundarnari Emil Hjörvar Petersen og Steindór Ívarsson, komu til okkar en í október komu út á Storytell Náttfarar eftir Emil Hjörvar og Völundur eftir Steindór. Emil hlaut nýlega hin nýstofnuðu furðusagnaverðlaun Hnitbjörg Steindór var tilnefndur til Blóðdropans 2023 fyrir Blóðmeri og svo aftur núna áðan fyrir Völund. Við fengum okkur kaffibolla með strákunum og kynntumst þeim og verkum þeirra betur.

Það er fimmtudagur og þá förum við í MEME vikunnar með Atla Fannari Bjarkasyni

Framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar segir mikla óvissu varðandi veður á kjördag. Það getur komið til þess kosningum verði frestað í einhverjum kjördæmum, vegna veðurs. Það hefði áhrif á talningu atkvæða um allt land. Spáð er sérstaklega slæmu veðri fyrir austan og Gestur Jónsson formaður yfirkjörstjórnar í norðausturkjördæmi var á línunni hjá okkur.

Frumflutt

27. nóv. 2024

Aðgengilegt til

27. nóv. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,