Síðdegisútvarpið

Gatnamót á Höfðabakka,morðmál í Frakklandi,utanríkisráðherra í NY og Dr.Football

Eitt elsta og óupplýsta morðmál Frakklands er tekið fyrir í dag en í dag hófust réttarhöld yfir Pascal Lafolie tæplega sextugum Frakka sem er grunaður um morð fyrir rúmum þrjátíu árum síðan. Til okkar kom Markús Þórhallsson fréttamaður.

Breytingar á gatnamótum við Höfðabakka hafa verið í umræðunni upp á síðkastið en lokun beygjuakreinar á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls hefur leitt af sér stórauknar umferðatafir á gatnamótunum og í austurhluta borgarinnar. Formaður íbúasamtaka Árbæjar segir breytingarnar valda mikilli óánægu meðal íbúa og fyrirtækja í hverfinu. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn beygjuakreinarnar yrðu fjarlægðar en við fengum til okkar Kjartan Magnússon borgarfulltrúa til fara yfir málið.

Bókunum og komum skemmtiferðaskipa/farþegaskipa næstu tvö árin hefur fækkað stórlega frá metárinu 2024. Segja hrun hafi orðið á bókunum hjá nokkrum minni höfnum landsins. Svo virðist sem óvissuþættir með tolla, komugjöld og fleira valdi því fækkun verði í bókunum og komum skipanna. Þetta kom fram í minnisblaði Sigurðar Jökuls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Cruise Iceland. Við hringdum í hann .

Áttugasta alsherjarþing Sameinuðu þjóðanna var sett í New York í dag. Þema umræðu þingsins er “Betri saman: Í þágu friðar , þróunar og mannréttinda í 80 ár.” Buist er við Palestína verði í brennidepli en hafa stórar þjóðir eins og frakkar og bretar bæst í hóp þeirra þjóða sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Einnig hefur verið ákveðið leyfa Mahmoud Abbas forseta Palestínu ávarpa þingið rafrænt. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra eru ytra og Þorgerður Katrín var á línunni hjá okkur.

Í kvöld verður Gullboltinn, verðlaunin fyrir besta leikmann Evrópu, veittur við hátíðlega athöfn. Lið þess sem þykir líklegastur til hreppa hnossið spilar í kvöld. En hver er það ? Hjörvar Hafliðason Dr. Football ræddi við Síðdegisútvarpið.

Bíllausi dagurinn er í dag og fólk hefur verið hvatt til skilja einkabílinn eftir heima. Í dag hefur verið frítt í strætó og við heyrðum í Jóhannesi Svavari Rúnarssyni og spurðum hvernig hefði gengið.

Frumflutt

22. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,