Síðdegisútvarpið

Bremsuleysi, bangsar, Iceguys og mjóddin

Bangsafest er um helgina og við slógum á þráðinn til Sigurður Júlíusar sem var staddur um borð í rútu sem rúntar með bangsana, sem sækja hátíðina heim, á Gullfoss og Geysi.

Benedikt Rúnar Guðmundsson körfuboltasérfræðingur ræddi EM í körfu við okkur.

Helgi Áss Grétarson varaborgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins segir ástand mjóddarinnar móðgun við þá sem nota þessa fjölförnustu skiptistöð borgarinnar. Sal­erni stöðvar­inn­ar séu jafn­an lokuð, tak­mörkuð eða eng­in þjón­usta í boði fyr­ir farþega, og stöðin í niðurníðslu innan sem utan. Hann gagnrýnir í aðsendri grein í morgunblaðinu forgangsröðun borgarinnar, sem hafi varið fúlgum fjár í torg, en ekki viljað eyða broti af þeim fúlgum til bæta ástandið í Mjódd. Helgi kom til okkar.

Föstudagsgestir þáttarins voru þrír þessu sinni. Fyrst fengum við til okkar Friðrik Dór og Aron Can og í kjölfarið kíkti til okkar í kaffibolla leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir sem er fara af stað með uppistandið Bremsulaus í haust.

er komin út blótsyrðabókin Eat frozen shit, sem er frasabók fyrir útlendinga sem vilja læra blóta og hallmæla fólki á hinu ástkæra ylhýra. Við ræddum við höfund bókarinnar hana Brynju Hjálmsdóttur.

Frumflutt

29. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,