Óhætt er að segja að mikið fjölgi á hálendinu á sumrin og nóg er um að vera hjá landvörðum. Við tökum púlsinn á landvörðum okkar í sumar og heyrðum núna í Guðrúnu Úlfarsdóttir sem er landvörður í Laka.
Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni í hádeginu. Mótmælin snúa að því að þau eru ekki sátt með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákváðu að einungis íbúar í Grindavík gætu snúið aftur til bæjarins. Atvinnurekendur þar geta því ekki tekið á móti ferðamönnum. Kristín María Birgisdóttir, Grindvíkingur, var á línunni hjá okkur.
Hátíðin Hjarta Hafnarfjarðar er núna að hefja sína fjórðu helgu af sex. En hversu mikilvæg er svona hátíð Hafnarfjarðarbæ? Valdimar Víðisson bæjarstjóri kom til okkar til að ræða það og uppbyggingu í miðbæ bæjarins.
Götubitahátíðin 2025: European Street Food Awards verður haldin í Hljómskálagarðinum nú um helgina. Met þátttaka er á hátíðinni í ár og verða hátt í 40 söluaðilar, matarvagnar, sölubásar og leiktæki á svæðinu. Róbert Aron Magnússon kíkti til okkar.
Eftir að nýtt innviðagjald var sett á með skömmum fyrirvara á komur skemmtiferðaskipa til landsins lýstu margir hagsmunaaðilar yfir áhyggjum að það gæti leitt til verulegrar fækkunar skipakoma. Við ræddum þetta og ýmislegt annað við Gunnar Tryggvason, hafnarstjóra Faxaflóahafna.
Dagur tjáknsins, eða emojisins er í dag, en honum er fagnað 17 júlí þar sem það er dagsetningin sem sést á dagatals tjákninu. Á fjórða áratug er síðan tjáknin urðu fyrst til og eru nú orðin stór hluti af því hvernig við tjáum okkur á netinu, en það er alls ekki sama hvernig þau eru notuð og ólíkar kynslóðir skilja sömu merkin ekki alltaf eins. Sigurður Már Sigurðsson sérfræðingur í stafrænni markaðsetningu kom til okkar.