Neytendasamtökunum hafa borist kvartanir frá farþegum sem eiga bókað flug með SAS. En þeim bárist skilaboð þar sem þeim var tjáð að flugi þeirra hafi verið breytt og þeim boðið að samþykkja breytinguna, færa flugið eða afbóka miðann gegn endurgreiðslu. Velji fólk þann kost fær fólk þó aðeins lendingargjöldin endurgreidd, því ef smáa letrið er skoðað er enginn breyting á fluginu, heldur lendingartími í Keflavík aðeins uppfærður til samræmis við sumartíma í Evrópu og tilfærslan ekki næg til að fá fulla endurgreiðslu. Una Stefánsdóttir hjá Neytendasamtökunum útskýrði þetta furðulega mál fyrir okkur.
Hópur íbúa Stöðvarfjarðar er afar óánægður með hve seint sveitarfélagið Fjarðabyggð varaði fólk við gerlamengun í drykkjarvatni þorpsins í síðustu viku. Stöðvafjörður sem er 200 íbúa þorp í Fjarðabyggð hefur verið í fréttum upp á síðkastið vegna örverumengunar í vatni bæjarins. Eva Jörgensen, nýdoktor í heilsumannfræði og starfsmaður Steinasafns Petru á Stöðvarfirði er ein þeirra sem hefur tjáð sig um málið í fjölmiðlum og hún var á línunni hjá okkur.
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, kemur til okkar á eftir en á mbl.is var fjallað um niðurstöðu lokaritgerðar í Sálfræði við Háskólann á Akureyri þar sem í ljós kemur að spilafíkn sé tuttugu sinnum algengari meðal fanga en annarra landsmanna. Við ræddum þessi mál við Guðmund Inga sem segir að þetta sé ekki einsdæmi á Íslandi.
Kylfingarnir og systkynin Perla Sól Sigurbrandsdóttir og Dagbjartur Sigurbrandsson taka þátt í Íslandsmótinu í golfi sem fram fer nú um helgina á Hvaleyrarvelli Golfklúbbsins Keilis. Þetta er síðasta og stærsta mótið á GSÍ mótaröðinni í sumar og verður öllu til tjaldað. Við ætlum að ræða við Perlu og Dagbjart um golf áhugann og spyrjum hvað það er sem er svo heillandi við þessa íþrótt.
Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður á morgunblaðinu og mbl.is hefur í tvígang verið sakaður um að vera gervigreind, eða að minnsta kosti tjáð að texti frá honum geti ekki mögulega verið skrifaður af manneskju af holdi og blóði. Fyrst af lesanda, og nú síðast af tripadvisor þegar hann reyndi að skrifa þar ummæli. Við slógum á þráðinn til Atla
Keðjupóstar á Facebook hafa skotið upp kollinum enn eina ferðina þar sem fólk er hvatt til að deila færslu um hvernig á bregðast við hjartaáfalli. Með því að hósta. Og vonandi óþarfi að taka fram að þessar ráðleggingar eru ekki runnar undan rifjum fagmanna. Karl Andersen prófessor í hjartalækningum við Háskóla Íslands var á línunni.