Síðdegisútvarpið

Fækkun á smáfuglum, Pieta og rauða fjöðrin og legokeppni

Við byrjuðum þáttinn í dag kíkja út í heim með Hallgrími Indriðasyni fréttamanni.

Ársæll Guðmunds­son, skóla­meist­ari í Borg­ar­holts­skóla kom til okkar en hann sagði í viðtali við mbl fyrr í dag í dag það stefni í óefni í haust þegar kem­ur inn­rit­un nem­enda í fram­halds­skóla. Árgang­ur­inn sem er út­skrif­ast úr 10. bekk fjöl­menn­asti í sög­unni. Meira fjármagn vanti til geta boðið öllum upp á nám. Ársæll kom til okkar.

Tugir þúsunda koma saman í Houston Texas í næstu viku þar sem HM í Lego fer fram. Það sem okkur úr Síðdegisútvarpinu þykir merkilegt við það er nokkrir grunnskólanemar frá Vopnafirði taka þátt. Liðið heitir DODICI og er óhætt segja það séu fulltrúar okkar íslendinga á heimsmeistaramótinu í Lego. Við hringdum austur og ræddum við Sólrúnu Dögg Baldursdóttur kennara.

Skúli Helgason heldur stóreflis góðgerðartónleika í Iðnó í kvöld þar sem miklar kempur stíga á svið og allur ágóði rennur í sjóð til styrktar geðrækt barna og ungmenna. Þarna verða Mugison, GDRN, Ragga Gísla með hljómsveit, Emmsjé Gauti, Inspector Spacetime, Ra:tio (DJ) og svo Páll Óskar. Við hringdum í Skúla.

Frá 1972 hefur Lions selt Rauðu fjöðrina til góðs málefnis. rennur ágóðinn af sölunni til Píeta samtakanna og forvarnarverkefnis þeirra fyrir ungt fólk. Ellen Calmon framkvæmdastýra Píeta samtakanna kom til okkar.

Pínu lítill fugl hvíslaði því okkur lóum og spóum fari fækkandi hér á landi. Þetta eru auðvitað ekki góð tíðindi þar sem sumarið er rétt handan við hornið. Við setjum okkur í sambandi við Tómas Grétar Gunnarsson vistfræðing sem hefur fylgst náið með þróun mála á þessu sviði.

Og við ræddum líka við Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóra Golfsambandsins um golfsumarið framundan, nýliðun í golfi, græna jakkann og margt fleira.

Frumflutt

10. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,