Síðdegisútvarpið

Villta vestrið á leigubílamarkaði, Snorri Ásmunds og ósanngjarnt kosningakerfi.

Síðdegisútvarpið var sjálfssögðu á veðurvaktinni en leiðindaveður er skollið á í það minnsta hér suðvesturhorni landsins.

Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar skrifaði áhugaverða færslu á feisbúkk í gær sem vakið hefur töluverða athygli. Þar fer hann yfir þann fjölda atkvæða í kosningunum um helgina sem sem féllu dauð niður og gagnrýnir kosningakerfið sem hannað til þess verja völd þeirra sem alltaf hafa farið með völdin í þessu landi. Við fengum Grím til okkar og ræddum kosningakerfið og úrslit alþingiskosninganna.

Og við heyrðum í Ólafi Þ. Harðarsyni stjórnmálafræðiprófessor vegna þessara atkvæða sem duttu dauð niður og spurðum hann hvað til bragðs taka.

þegar aðventan er gengin í garð ætla margir gera vel við sig í mat og drykk. Við erum dálítið þekkt fyrir það íslendingar taka allt með trukki, en hvað er ágætt hafa í huga er kemur mataræði og næringu á þessum dimmasta tíma ársins. Elísabet Reynisdóttir næringafræðingur kom til okkar.

Listamaðurinn Snorri Ásmundsson ætlar vera með sína árlegu jólatónleika sem eru allt annað en hefðbundnir jólatónleikar og hann sagði okkur nánar frá þeim.

Síðdegisútvarpinu barst ábending frá hlustenda varðandi ófremdar ástands á leigubílamarkaðnum. Margir réttinarlausir bílstjórar sem jafnvel eru algerlega ómerktir keppast við farþegum af leigubílstjórum sem hafa full réttindi. Þetta er í fyrsta lagi ólöglegt, án alls öryggis og svo eru dæmi þess svoindlað á farþegum í skjóli nætur og hingað til okkar kom Daníel O Einarsson formaður Frama.

Frumflutt

2. des. 2024

Aðgengilegt til

2. des. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,