Síðdegisútvarpið

Eldgos,símabann í skólum,kjarabarátta kennara og upplestur í Brussel

Það standa yfir stíf fundarhöld í húsnæði sáttasemjara þar sem kjaraviðræður Kennarasambands Íslands og ríkis og sveitafélaga eru í gangi. Þetta er þriðji dagurinn í röð þar sem fundað hefur verið frá morgni til kvölds og við heyrðum í Magnúsi Þór Jónssyni formanni Kennarasambands Íslands.

Foreldrar barna í Seljaskóla safna undirskriftum í þeirri von tekið verði upp símafrí í skólanum. Þau vilja borgaryfirvöld beiti sér fyrir því slíkar reglur verði teknar upp í öllum grunnskólum borgarinnar. Fanney Karlsdóttir og Leifur Gunnarsson foreldrar barna við skólann mættu til okkar í Síðdegisútvarpið.

Á dögunum kynnti Mos­fells­bær að­gerð­ir í þágu barna og ung­linga í Mos­fells­bæ. Átak­ið hef­ur feng­ið nafn­ið „Börn­in okk­ar“ og fel­ur í sér auka­fjár­veit­ingu uppá 100 millj­ón­ir sem verða not­að­ar í 27 við­bótarað­gerð­ir. Regína Ásvaldsdóttir er bæjarstjóri í Mosfellsbæ hún kom til okkar.

Í dag er stór dagur á Akranesi því Einarsbúð er níutíu ára. Hún hefur verið hluti af lífi margra skagamanna í gegnum tíðina en hún hefur verið rekin af sömu fjölskyldunni frá upphafi. Við hringdum upp á Skaga í afmælisveisluna og heyrðum í Guðna Kristni Einarssyni verslunareiganda.

skruppum í bókabúð í Brussel, þar sem María Elísabet Bragadóttir rithöfundur var lesa upp úr bókinni sinni Sápufuglinn í gærkvöld - María var fyrr á þessu ári tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins, sem verða formlega afhent í Brussel í kvöld, en þessi verðlaun eru veitt upprennandi rifhöfundum í Evrópu. Sigurvegarinn í ár var danski rithöfundurinn Theis Ørntoft - en flestir þeir sem voru tilnefndir, þar á meðal María, komu fram á ýmsum viðburðum í gærkvöld - Björn Malmquist, okkar maður í Brussel var sjálfsögðu viðstaddur og ræddi við Maríu eftir upplesturinn.

Eins og öllum ætti vera kunnugt um þá byrjaði gjósa uppúr klukkan 11 í gærkvöld á Sundhnúksgígaröðinni. Á línunni hjá okkur var Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Almannavarna.

Frumflutt

21. nóv. 2024

Aðgengilegt til

21. nóv. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,