Síðdegisútvarpið

Eva Björg Ægisdóttir rithöfundur,Daði Freyr og 300 ferðir á Esjuna

Ofurkonan og hlauparinn Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir er án nokkurs vafa duglegri en við í Síðdegisútvarpinu og sennilega líka öflugri en flest ykkar sem eruð hlusta. Amk í því hlaupa upp Esjuna, hún hefur farið 300 sinnum upp hana á árinu. Hún kom til okkar og reyndi útskýra fyrir okkur tilganginn með þessum stöðugu Esjuferðum.

TaxiHönter, Friðrik Einarsson sagði frá sínum raunum á leigubílamarkaði og tiltók þá sérstaklega ástandið á bílastæðum Isavia.

Við fengum til okkar skagamærina og rithöfundinn Evu Björgu Ægisdóttur sem hefur heldur betur slegið í gegn með bókum sínum um rannsóknarlögreglukonuna Elmu. Nýjasta bók Evu, Kvöldið sem hún hvarf er sjötta bókin um Elmu. Framleiðslufyritækið Glassriver hefði tryggt sér réttinn á bókunum um Elmu og því ættla vona á spennandi sjónvarpsþáttum í náinni framtíð.

Sveittustu jólatónleikarnir í ár verða í Gamla Bíó. Það verður dansað, hlegið, grátið og dansað meira, svo segir í lýsingu viðburðarins: Þegar Daði stelur jólunum. Þá spilar Daði Freyr Pétursson bara jólalög í partýútgáfum. Hann kom til okkar ásamt skemmtara og spilaði á hann af sinni alkunnu snilld og söng.

Það virðist vera færast í aukanna íslendingar kjósi fara út borða á aðfangadag. Áður fyrr heyrði maður sögur af túristum sem pöntuðu sér borð á veitingastöðum á þessu allra heilagasta kvöldi ársins en eru íslendingar dottnir i þennan pakka líka. Við heyrðum í Ingibjörgu Bergmann Bragadóttur, veitingastjóra Múlabergs á Akureyrir sem er búin taka við þónokkrum borðapöntunum frá heimafólki.

Frumflutt

19. des. 2024

Aðgengilegt til

19. des. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,