Síðdegisútvarpið

Hitabylgja, farsæld, hárígræðslur og sumarið að koma aftur

Það er mikil hitabylgja í Evrópu þessa dagana og eru víða rauðar og appelsínugular viðvaranir vegna hita, sem hefur á sumum stöðum farið vel yfir 40 gráður. Við slógum á þráðinn til Steinunnar Fjólu Jónsdóttur fasteignasala á Alicante

Þingmenn eru enn niðrá Alþingi - Hversu lengi getur þetta haldið svona áfram? Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor kom og sagði okkur frá því.

Ísland leikur sinn fyrsta leik á EM í knattspyrnu á miðvikudag þegar þær mæta Finnum. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður er staddur með stelpunum okkar í Sviss þar sem mótið fer fram og við heyrðum í honum.

Far­sæld­ar­ráð Suður­nesja, hið fyrsta sinn­ar teg­und­ar á Íslandi, var form­lega stofnað í síðustu viku. Ráðinu er ætlað efla og sam­ræma þjón­ustu við börn og fjöl­skyld­ur. Við ætlum forvitnast betur um hvað ráðinu er ætlað gera og til okkar Hjördísi Evu Þórðardótt­ur, verk­efna­stjóra far­sæld­ar barna á Suður­nesj­um.

Einar Bárðarson og Baldur Rafn Gylfason fóru til Tyrklands í maí í hárígræðslu. Þeir ætla koma til okkar og fóru yfir ferðasöguna á hundavaði.

Sigurður Þ. Ragnarsson spáði í veðrið með okkur fyrir lok þáttar.

Frumflutt

30. júní 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,