Við fengum ábendingu frá hlustanda um að fólk í viðkvæmum hópum jafnvel fólk sem er á ónæmisbælandi lyfjum fái ekki bólusetningu gegn Covid – 19 á heilsugæslustöðvum. . Hvernig er þessu háttað með Covid – 19 bólusetningar er verið að bólusetja einhverja hópa og ef svo er þá hverja og hvert á fólk að snúa sér vilji það láta bólusetja sig gegn Covid – 19 . Guðrún Aspelund er sóttvarnarlæknir og hún var á línunni.
Alþýðusamband Íslands lýsir miklum áhyggjum af atvinnuástandi á Húsavík eftir aðkísilveri PCC á Bakka var lokað. Mikið sé í húfi fyrir þjóðarbúið og stjórnvöld verði að bregðast við eins fljótt og auðið er. Við hringdum norður til Húsavíkur og heyrðum í Aðalsteini Baldurssyni formanni Framsýnar stéttarfélags Þingeyinga.
Stefán Ingvar Vigfússon er grínisti og kattapabbi sem er að undirbúa sig fyrir sýningu þar sem hann segir brandara um ketti í 60 mín. Ekkert annað bara brandarar um ketti og einn brandari fyrir ketti. Stefán kom til okkar og sagði okkur betur frá .
Skúli Bragi Geirdal sviðsstjóri hjá Netvís - netöryggismiðstöð Íslands kom til okkar á og ræddi við okkur um samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna, líðan þeirra og áhyggjur foreldra.
Hvað er að frétta af Matta og Hálfdáni í VÆB - Við fengum svör við því þeir þeir kíktu heimsókn til okkar.
Beggi í Sóldögg er flestum unnendum íslenskrar tónlistar kunnugur. Ferill hans spannar nú yfir 36 ár. Alveg frá því að hann ásamt nokkrum villingum í Breiðholti stofnuðu rappsveit 1988, yfir í The Committments uppfærslu Fjölbrautarskólans í Breiðholti í Sóldögg, sólóferil, Vini Vors og Blóma og Papana svo fátt eitt sé nefnt. Bergsveinn mætir í Síðdegið ásamt Gunnari Þór Jónssyni
Hjólaskautafélagið gerði upp og rak Hjólaskautahöll síðustu 5 ár í gömlu skipaverkstæði Björgunar Þar æfðu þau hjólaskautaat (Roller Derby) og stofnuðu ungliðadeild Nú standa þau á tímamótum, ævintýrið á enda - húsið verður rifið.. Lena Margrét Aradóttir og Mango komu til okkar.