Síðdegisútvarpið

Bólusetningar, Kisugrín, Hjólaskautahöll, Beggi í Sóldögg og Væb

Við fengum ábendingu frá hlustanda um að fólk í viðkvæmum hópum jafnvel  fólk sem er á ónæmisbælandi lyfjum fái ekki bólusetningu gegn Covid 19 á heilsugæslustöðvum. .  Hvernig er þessu háttað með Covid 19 bólusetningar er verið að bólusetja einhverja hópa og ef svo er þá hverja og hvert á fólk að snúa sér vilji það láta bólusetja sig gegn Covid 19  .  Guðrún Aspelund er sóttvarnarlæknir og hún var á línunni.

Alþýðusamband Íslands lýsir miklum áhyggjum af atvinnuástandi á Húsavík eftir aðkísilveri PCC á Bakka var lokað. Mikið sé í húfi fyrir þjóðarbúið og stjórnvöld verði að bregðast við eins fljótt og auðið er.  Við hringdum norður til Húsavíkur og heyrðum í Aðalsteini Baldurssyni formanni Framsýnar stéttarfélags Þingeyinga.

Stefán Ingvar Vigfússon er grínisti og kattapabbi sem er að undirbúa sig fyrir sýningu þar sem hann segir brandara um ketti í 60 mín.  Ekkert annað bara brandarar um ketti og einn brandari fyrir ketti.  Stefán kom til okkar og sagði okkur betur frá .

Skúli Bragi Geirdal sviðsstjóri hjá Netvís - netöryggismiðstöð Íslands kom til okkar á og ræddi við okkur um samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna, líðan þeirra og áhyggjur foreldra.

Hvað er að frétta af Matta og Hálfdáni í VÆB - Við fengum svör við því þeir  þeir kíktu  heimsókn til okkar.

Beggi í Sóldögg er flestum unnendum íslenskrar tónlistar kunnugur. Ferill hans spannar nú yfir 36 ár. Alveg frá því að hann ásamt nokkrum villingum í Breiðholti stofnuðu rappsveit 1988, yfir í The Committments uppfærslu Fjölbrautarskólans í Breiðholti í Sóldögg, sólóferil, Vini Vors og Blóma og Papana svo fátt eitt sé nefnt. Bergsveinn mætir í Síðdegið ásamt Gunnari Þór Jónssyni

Hjólaskautafélagið gerði upp og rak Hjólaskautahöll síðustu 5 ár í gömlu skipaverkstæði Björgunar Þar æfðu þau hjólaskautaat (Roller Derby) og stofnuðu ungliðadeild  standa þau á tímamótum, ævintýrið á enda - húsið verður rifið..   Lena Margrét Aradóttir og Mango komu til okkar.

Frumflutt

16. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,