Síðdegisútvarpið

Stórýning á Vestfjörðum,uppstand miðaldra kvenna og áfram Ísland með Gumma Ben

Stórsýning atvinnulífs - og menningar á Vestfjörðum , Gullkistan Vestfirðir fer fram í iþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði á morgun laugardag 6. september. Hrafnhildur fór vestur og tók stöðuna í íþróttahúsinu og fékk nokkra viðmælendur til sín á flugvöllinn þau Heiðrúnu Björk Jóhannsdóttur sýningastjóra, Gylfa Ólafsson formann bæjarráðs og Önnu Sigríði Ólafsdóttur verkefnastjóra Vestafjarðastofu.

Auðbjörg Ólafsdóttir og Sóley Kristjánsdóttir kíktu í kaffibolla rétt eftir klukkan fimm en þær eru fara af stað með glænýtt uppstand þar sem þær velta fyrir sér öllu því sem konur þurfa bara. Þær taka fyrir allt það stórkostlega, hversdagslega og fyndna sem drífur á daga miðaldra fjölskyldu og framakvenna sem þurfa bara láta allt ganga upp.

Lilja Katrín Gunnarsdóttir ætlar ásamt fjölskyldu sinni í sólarhring til styrktar Berginu headspace. Bakstursmaraþonið fer fram frá hádegi á morgun og til hádegis á sunnudag. Lilja Katrín og eiginmaður hennar komu til okkar í síðustu viku og sögðu okkur sögu Guðna fóstursonar þeirra sem lést fyrr á árinu aðeins tvítugur aldri. Þau segja kerfið hafa brugðist Guðna og baka fyrir Bergið sem veitir ungmennum á aldrinum 12-25 ára fría ráðgjöf en ekkert vandamál er of lítið eða of stórt. Við tókum stöðuna á Lilju Katrínu og spurðum hvernig undirbúningur gengi.

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta byrjar undankeppni HM 2026 í kvöld þegar það tekur á móti Aserbaísjan á Laugardalsvelli. Við hituðum upp fyrir leikinn með engum öðrum en Guðmundi Benediktssyni sem mun lýsa leiknum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Sýn Sport og Viaplay en hann hefst klukkan 18:45.

Frumflutt

5. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,