Síðdegisútvarpið

Veðrað gin, verðlaunaleikari, Kolaportið og holuáhugamaður

Íslenskt gin í þúsunda lítra vís liggur á tunnum í Langjökli og uppi á Eldfelli í Vestmannaeyjum, og við fengum Arnar Jón Agnarsson, einn af stofnendum Ólafson gins og forsprakka hins nýja Mosa gins til okkar til útskýra þetta.

Svokölluð meðgöngutrygging var kynnt til leiks hjá Sjóvá í dag, en hún er fyrsta sinnar tegundar hér á landi og er ætlað bæta tekjutap og annan óvæntan kostnað sem getur komið upp í tengslum við meðgöngu og fæðingu. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá sagði okkur frá þessu.

Leikritið Ariasman var verðlaunað á MonoAkt einleikjahátíðinni í Kósovó í vikunni og Elfar Logi Hannesson var verðlaunaður sem besti leikarinn. Bæjarins besta greinir frá. Elfar Logi er vanur einleiknum en hann stendur hátíðinni Act Alone fyrir vestan á hverju sumri. Hann var á línunni hjá okkur.

Nokkur fjöldi Íslendinga hefur látið vita af sér á átakasvæðum í Íran og Ísrael. Hugrún Hannesdóttir Diego fréttamaður kom til okkar og fór yfir stöðuna í þessum átökum.

Markaðir eins og Kolaportið eru vinsælir í borgum víða um heim og gaman heimsækja. Reykjavíkurborg auglýsir eftir nýjum rekstraraðila Kolaportinu en eftir hverju er nákvæmlega er verið leita?s Inga Rún Sigurðardóttir sérfræðingur í samskiptum og miðlun hjá Reykjavíkurborg kom til okkar.

undanförnu hefur fólk orðið vart við náunga á samfélagsmiðlum sem kallar sig Hola Nicolas og virðist hafa furðulegan áhuga á holum í malbiki sem hann birtir myndir og video af í gríð og erg. Hulunni var svipt af tilgangi þessa í dag og við fórum yfir það í lok þáttar

Frumflutt

19. júní 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,