Síðdegisútvarpið

Tollastríð, Mogginn og Kaupfélag V-Húnvetninga

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti í gær fjölmarga nýja tolla á vörur sem eru fluttar inn til Bandaríkjanna. á blaðamannafundi. Viðbrögð heimsbyggðarinnar hafa ekki látið á sér standa. Oddur Þórðarson fréttamaður kom til okkar og sagði frá því allra helsta sem komið hefur fram í kjölfar ákvörðunar Trumps.

Við fengum líka viðbrögð frá Pétri Þ. Óskarssyni Framkvæmdastjóra Íslandsstofu og stjórnarmanni í AMÍS.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustjöðvarinnar í Vestmannaeyjum skrifaði harðorðan pistil á FB síðu sína í morgun og þar vandar hann ríkisstjórn Íslands ekki kveðjurnar. Sigurgeir bara saman áhrif tollastefnunnar og hækkunar veiðigjalda á Íslandi.

Við ræddum líka við Pálma Guðmundsson forstöðumann stafrænnar þróunar hjá Árvakri um nýtt app á vegum Morgunblaðsins og mbl.is sem er fyrsta fréttamiðlunar App sinnar tegundar á Íslandi.

Við kynntum okkur líka starfsemi Lýðskólans á Flateyri en Arnar Helgi Linduson útskrifaðist þaðan sl. Vor en hann fékk áhuga á ýmsu öðru en hann hafði fyrir eftir nám í skólanum .

Svo kíktum við Kaupfélagið á Hvammstanga og ræddum við Þórunni Ýr Elíasdóttur kaupfélagsstjóra.

Frumflutt

3. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,