Síðdegisútvarpið

Varnarsamningur Íslands og USA, Ólafur Darri til Cannes og Reykjavíkurflugvöllur

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar í kvöld kynna fjölmarga nýja tolla á vörur sem eru fluttar inn til Bandaríkjanna. Trump mun kynna áform sín á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld klukkan 20 íslenskum tíma - Oddur Þórðarson fréttamaður kom til okkar.

Í gær var samþykkt í Borgarstjórn tillaga Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík um einkaþotum og þyrluflugi á Reykjavíkurflugvelli verði fundinn nýr staður. Og á borgarstjóri beita sér fyrir færa umferðina frá Reykjavíkurflugvelli. Við ræddum þessa tillögu við Þórdísi Lóu í gær en fengum til okkar Matthías Sveinbjörnsson flugmann og forseta Flugmálafélags Íslands í þættinum.

Í fréttaskýringaþættinum Kveik í gær var fjallað um öryggis og varnarmál Íslands. Þar kom meðal annars fram nýjasta viðbótin við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna var hvortki rædd opinberlega birt hérlendis þegar undir hana var ritað. Samingurinn hefur verið meginstoð varna Íslands. Við ætlum ræddum þennan samning og varnar og öryggismál landsins við Bjarna Magnússon prófessor í lögfræði.

Íslenska sjónvarpsþáttaröðin Reykjavík Fusion verður heimsfrumsýnd á hinni virtu Cannes Series-hátíð sem fer fram í lok apríl. Þáttaröðin er fyrsta frá Íslandi sem valin er til frumsýningar á Cannes Series, en hún er framleidd af íslenska fyrirtækinu ACT4 og verður sýnd á Sjónvarpi Símans Premium í haust. Ólafur Darri Ólafsson leikari kom til okkar ásamt Millu Ósk Magnúsdóttur yfirframleiðanda hjá ACT4.

Við lásum um það á fotbolta.net Pétur Georg Markan bæjarstjóri í Hvergerði ætli spila með knattspyrnuliði Hamars í sumar. Pétur kíkti í kaffi.

Hríseyingar segja óvæntar miklar gjaldskrárhækkanir í ferjuna Sævar vera ólíðandi. Ekkert samráð hafi verið við haft við íbúa, sem ætlast til þess hækkanirnar verði endurskoðaðar. Við heyrðum í Ingólfi Sigfússyni formanni hverfisráðs Hríseyjar og Hilmari Stefánssyni forstöðumanni almenningssamganga hjá Vegagerðinni.

Siggi Gunnars, Gunna Dís og Hrafnhildur Halldórs höfðu umsjón með þættinum.

Frumflutt

2. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,