Síðdegisútvarpið

Upplýsingahernaður, fasteignamarkaðurinn, gigt og sundkýr

Dönsk stjórnvöld eru sögð uggandi vegna ferða manna með náin tengsl við Trump Bandaríkjaforseta til Grænlands. Heimildir ríkisfjölmiðilsins DR segja Bandaríkin stunda upplýsingahernað til leggja grunn yfirtöku á Grænlandi. Hallgrímur Indriðason fréttamaður hefur fylgst með þessu máli og settist hjá okkur.

Við ræddum skóla án aðgreiningar við Sóldísi Birtu Reynisdóttur meistaranema í grunnskólakennslu yngri barna. Sóldís skrifaði grein sem birtist á Vísi í gærkvöld þar sem hún talar um hugmyndafræðin á bakvið skóla án aðgreiningar á blaði ótrúlega mannúðleg sýn og í takt við hugmyndir um jafnrétti og félagslega þátttöku. En þegar horft til daglegs veruleika innan skólanna blasi önnur mynd við.

Óskar H. Bjarnason fasteignasali og einn eigandi Valhallar kom til okkar en hann er vel sér um fasteignamarkaðinn og fór yfir sviðið með okkur.

Evrópumót karla í körfubolta byrjaði í dag og eru þrír leikir sýndir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðvum RÚV en í kvöld fer meðal annars fram nágrannaslagur Svíþjóðar og Finnlands. Ísland spilar síðan sinn fyrsta leik á mótinu í hádeginu á morgun. Við slógum á þráðinn til Matthíasar Orra Sigurðarsonar körfuboltasérfræðings og fengum stemninguna á mótinu í æð.

Við forvitnuðumst um gigtarsjúkdóminn í þættinum en sjúkdómurinn er mun algengari en margir gera sér grein fyrir því einn af hverjum fimm hér á landi greinist. Stefán Magnússon framkvæmdastjóri Gigtarfélagsins kom til okkar.

Svonefnt Sæunnarsund verður þreytt 30 ágúst, en þá synda 35 ofurhugar þvert yfir Önundarfjörð í klaufför kýrinnar Hörpu, en hún synti þessa tveggja kílómetra leið á flótta undan örlögum sínum í sláturhúsi á Flateyri. Bryndís Sigurðardóttir sagði okkur betur frá þessu.

Frumflutt

27. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,