Síðdegisútvarpið

Ómannaðir kafbátar, Willum Þór, veiðigjaldið, og Ingebrigtsen dómsmálið í Noregi

Líkt og kom fram í fréttum í gær ákvað ríkisstjórnin breytingu á veiðigjöldum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa gagnrýnt þessi áform og sama gerði Sigurður Ingi Jóhannsson fyrrverandi samgöngu - og innviðaráðherra og við heyrðum í honum. Við fengum líka Sigmar Guðmundsson þingmann Viðreisnar í þáttinn til útskýra betur fyrir okkur hvað felst í þessum breytingum.

Landhelgisgæslan fær á næstunni ómannaðan öryggiskafbát til sinna eftirliti með sæstrengjum við landið. Kafbáturinn getur farið á allt þúsund metra dýpi og honum er stjórnað með tölvu. Stefán Reynisson er framkvæmdastjórn Teledyne Gavia fyrirtæki sem framleiðir ómannaða kafbáta hann kom til okkar.

Willum Þór Þórsson hefur ákveðið gefa kost á sér til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á næsta þingi sem fer fram í maí. Willum var heilbrigðisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn frá 2021 til 2024 en datt út af þingi í nýafstöðnum alþingiskosningum. Hann hefur líka langar knattspyrnuþjálfaraferil baki. Willum kom til okkar í dag og ræddi um framboðið og ýmislegt fleira.

Við ætlum líka heyra af vinsældum Jane Austin á Íslandi. En aðdáendur rithöfundarins á Íslandi hafa stofnað klúbb og eru á leiðinni til útlanda skoða söguslóðir. Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur er i forsvari fyrir hópinn og hún kom til okkar.

Réttarhöld hófust í máli frjálsíþróttaþjálfarans Gjert Ingebrigtsen í Sandnesi í Noregi í gær. Hann er sakaður um brot gegn tveimur af börnum sínum. Annað þeirra, hlauparinn Jakob Ingebrigtsen, bar vitni í dag. Sigurbjörn Árni Arngrímsson hinn íslenski frjálsíþróttalýsandi RÚV var á línunni hjá okkur um þetta stóra mál.

Það voru Hrafnhildur Halldórsdóttir og Siggi Gunnars sem stýrðu þætti dagsins.

Frumflutt

26. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,