Síðdegisútvarpið

Jón Ársæll og nýja bókin, Goddur, mál Maríusar Borg í Noregi og körfubolti

Marius Borg Høiby stjúpsonur norska krónprinsins var handtekinn síðastliðinn mánudag. Maríus er er grunaður um kynferðisbrot og töluvert fleiri brot. Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður er búsettur í Noregi og hefur fylgst vel með þessu máli eins og öðrum norskum málum. Við slóum á þráðinn til hans.

Einn af ástsælustu fjölmiðlamönnum Íslands kemur í kaffi til okkar á eftir. Hann heitir Jón Ársæll Þórðarsson. Jón Ársæll var gefa út bókina Ég átti heita Bjólfur. Um er ræða æskuminningar Jóns, uppvaxtarárin austur á fjörðum, sveitin í Jökulsárhlíð, síldin, sjómennskan, mótunarárin vestur í bæ, grásleppuútgerðin, heimabruggið og margt fleira.

Ísland mætir Ítalíu í undankeppni Evrópumótsins í körfubolta í kvöld. Mikilvægur leikur fyrir íslenska landsliðið og Einar Örn Jónsson kom til okkar á eftir og hitaði upp fyrir leikinn.

Kínverskur frumkvöðull bauð hæst í listaverk eftir ítalskan listamann á uppboði í New York í vikunni. Verkið var slegið á á 6,2 milljónir bandaríkjadala sem er jafnvirði um 860 milljóna króna.Hann ætlar gæða sér á verkinu þegar hann fær það afhent og það getur hann gert þar sem verkið samanstendur af banana og límbandi. Við skiljum ekkert en það gerir Guðmundur Oddur Magnússon prófessor eða Goddur eins og hann er oftast kallaður og hann kom til okkar á eftir og útskýrði þetta allt saman fyrir okkur.

Frumflutt

22. nóv. 2024

Aðgengilegt til

22. nóv. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,