Síðdegisútvarpið

Bílastæðablús, Hr. Eydís, grænar stjörnur og bikar á ferð og flugi

Margir vöknuðu upp við þau tíðindi á fréttamiðlum í morgun þinglok væru loksins í nánd, og maraþon fundarhöld gærkvöldsins virtust vera skila árangri. Enn er þó talað á alþingi, en fer þessu mögulega ljúka? Erla María Markúsdóttir fréttamaður fór yfir stöðuna.

EM í körfuknattleik karla 2025, EuroBasket eins og keppnin er kölluð, fer fram í haust og munu strákarnir okkar spila í Póllandi. En EuroBasket bikarinn er á ferð um Evrópu „trophy tour“ og stoppar hjá átta þjóðum af þeim tuttuguogfjórum sem komast á mótið. Ein þeirra er Ísland. EM bikarinn er kominn til landsins og mun fara á nokkra þekkta staði á Íslandi þar sem hann verður myndaður í íslenskri náttúru. Einnig mun bikarinn heimsæka eitt af þeim körfuboltanámskeiðum sem er í gangi þessa daganna. Hannes Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ kom til okkar.

Ein er hljómsveit sem hefur gert út á breiða yfir tónlist frá níunda áratugnum, eitís eins og hann er gjarnan kallaður. Hljómsveitin kallar sig Hr. Eydís og fer Örlygur Smári tónlistarmaður fyrir þeim. Öggi kom okkur í gott stuð fyrir helgina með því koma með nýjasta útspil Hr. Eydís, slagarann góða Heya Heya með The Blaze frá 1982. Lagið hefur verið íslenskað og kallast Heima, Heimaey!

Það getur kostað fúlgur fjár leggja á bílastæðum við náttúruperlur úti á landi og oft ekki ljóst hvort og þá hvernig á borga fyrir stæðið. Lára Ómarsdóttir ræddi þetta við okkur.

Á dögunum hlaut Þráinn Freyr Vigfússon stjörnukokkur á Óx og Zumac græna Michellin stjörnu. Er maðurinn safna stjörnum? Þráinn kom til okkar.

Óhætt er segja það líf í tuskunum á Akureyri þessa helgina. Ríflega 2200 manns eru gestkomandi í bænum vegna N1 móts KA sem er haldið í 39. skiptið. Ágúst Stefánsson, mótstjóri, var á línunni hjá okkur.

Frumflutt

4. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,