Síðdegisútvarpið

Hatur, hamingja og vandræði í veitingarekstri

Í kvöld hefja göngu sýna á Rúv nýir íslenskir heimildaþættir um uppgang hatursorðræðu á Íslandi og bakslagið sem orðið hefur í baráttu ýmissa minnihlutahópa á síðustu misserum. Leitast er við svara spurningunni um hvernig bakslagið fór af stað hvaðan hatrið stafar og hvaða leið er útúr þessari stöðu. Ingileif Friðriksdóttir er umsjónarmaður þáttanna og hún er á línunni.

Steinþór Helgi Arnsteinsson vert í miðborg Reykjavíkur skrifaði færslu á feisbúkk í gær þar sem hann birti lista yfir 11 bestu veitingastaði í Reykjavík en listinn hafði birtst í Timeout fyrir um ári síðan. Í færslunni skrifaði Steinþór: Ég veit ekki hvort það meira sorglegt eða vandræðalegt þrír af ellefu stöðum á þessum rétt svo ársgamla Best of lista hjá hinu virta Time Out séu farnir á hausinn.

Í öllu falli sýnir það hve rekstrarumhverfi veitingastaða og bara í Reykjavík er fáránlega erfitt.... Við ræðum stöðuna í veitingabransanum við Steinþór Helga á eftir.

Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í Reykjavík og fyrrum borgarstjóri verður á línunni en á fundi borgarstjórnar í dag leggur framsókn til Reykjavíkurborg hefji vinnu við verða barnvænt sveitarfélag samkvæmt alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child Friendly Cities Initiative. auki hafa þau hug á leggja fram tillögu er snýr því flýta samræmda námsferlinum í Reykjavík. Við hringjum niðrí Ráðhús og heyrum í Einari.

Valdimar Víðisson bæjarstjóri Hafnafjarðar kemur til okkar og ræðir um hamingjuna en hamingjudagar í Hafnarfirði hófust í dag.

Líkamsræktarstöðin World Class fagnar 40 ára afmæli í dag, við hringjum í föður afmælisbarsins Björn Leifsson.

Undanfarin tvö ár hefur Óskar Þór Halldórsson unnið ritun bókar um Akureyrarveikina. Hvað er Akureyrarveikin og hvað varð til þess Óskar Þór ákvað skrifa um hana. Hann verður í Síðdegisútvarpinu á eftir.

Frumflutt

2. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,