Verktaki sagði í Morgunblaðinu í gær að óvissa í efnahagsmálum á Íslandi og um heim allan hafa haft áhrif á fasteignamarkaðinn hér. Meðal annars af þeim sökum hafi hann ákveðið að leigja út tíu nýjar íbúðir á Grensásvegi 1 en þær voru til sölu. En hvernig er fasteignamarkaðurinn í dag? Eru teikn á lofti? Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali, fór yfir þetta.
Við tókum stöðuna á loftgæðum í tengslum við gosið á Reykjanesi. Hlynur Árnason sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfis- og Orkustofnun var á línunni.
Framtíð íslenskra barna í heimi gervigreindar ræðst af því hvernig við nýtum tæknina. Þetta skrifar Sigvaldi Einarsson gervigreindarfræðingur í aðsendri grein á vísi um gervigreind í menntakerfinu, En hann segir það á okkar ábyrgð hvort hún verði afl til jöfnuðar og valdeflingar - eða nýr þáttur í stéttaskiptingu og ójöfnuði. Sigvaldi kíkti við hjá okkur.
Samhjálp leitar enn að nýju húsnæði fyrir kaffistofu sína, en leigusamningi vegna hennar var sagt upp fyrr í sumar, og þarf að rýma húsnæðið fyrir október. Samtökin hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda ofan í skjólstæðinga sína, en leita nú leiða til að halda starfinu gangandi og hafa meðal annars kannað hvort hægt sé að breyta gömlum strætisvögnum í kaffistofur. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar kom til okkar.
Íbúar í Árskógum voru með mótmæli í gær vegna göngustígs sem er lagður á milli svæði ÍR og blokkanna að Árskógum 1-3. Formaður húsfélagsins að Árskógum 1-3, Ingi Þór Hafsteinsson, sagði okkur af þessu.
Selma Ragnarsdóttir, kjólameistari, vinnur þessa daganna að gjörningi sem verður á Austurvelli frá næstu helgi. Gjörningurinn snýstum tilhugalíf og einmanaleikann en með kómísku sniði. Leitar hún að einmana týndum hönskum sem hafa orðið viðskila við hinn og vonast svo til að einhver komi með hina samstæðuna og geti sameinað parið á Austurvelli þessa 10 daga sem þetta mun hanga uppi. Selma kom til okkar.