Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru veitt á fimmtudaginn síðasta og hlaut Valdimar Sveinsson, nemi í læknisfræði við Háskóla Íslands, þau fyrir verkefni sitt Lífupplýsingafræðileg greining á kælisvari frumna. Vitað er að tímabundinn súrefnisskortur í heila getur valdið langvarandi taugaskaða. Marksækin hitastýring (e. targeted temperature management) er inngrip sem felst í því að lækka líkamshitastig sjúklinga niður í væga ofkælingu (32-35°C) til að vernda heilann eftir súrefnisskort. Verkefnið snerist um greiningu á kælisvari frumna. Valdimar kom til okkar ásamt sjóðsstjóra Nýsköpunarsjóðs námsmanna, Þorgerði Evu Björnsdóttur, og þau sögðu okkur frá þýðingu þess að fá slík verðlaun sem er styrkur frá Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Í fyrra setti ríkið af stað metnaðarfulla áætlun um eflingu íslenskrar kornræktar eftir greiningarvinnu sem hófst árið 2022 en umræða um fæðuöryggi spatt upp hérlendis í kjölfar Covid faraldursins og svo Úkraínu stríðsins. En nú er komið babb í bátinn því það stefnir í að eina kornmylla landsins sé að loka en þeim er sagt upp húsaleigusamningi við Faxaflóahafnir og vill eigandinn Kornax byggja nýja verksmiðju á Grundartanga þar sem fyrirtækið starfrækir kjarnfóðurverksmiðju sem framleiðir kjarnfóður fyrir dýr. Helgi Eyleifur Þorvaldsson, aðjúnkt og brautastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands skrifaði ásamt fleirum aðgerðaáætlun um aukna kornrækt sem nú er verið að innleiða og nú um daginn grein á Vísi sem heitir Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn. Helgi var á línunni hjá okkur.
Víkingur Heiðar Ólafsson var í gærkvöld sæmdur Grammy-verðlaunum fyrir plötu sína þar sem hann leikur Goldberg-tilbrigði Jóhanns Sebastians Bachs. Hann var tilnefndur í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara. Þetta hljóta að teljast stórtíðindi og við heyrðum í verðlaunahafanum í þættinum.
Gular og appelsínugular viðvaranir verða í gildi um allt land í dag vegna storms og hríðar. Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur leit stutt til okkar á eftir með nýjustu tíðindi af veðrinu.
Verkfall er hafið í 21 leik- og grunnskóla og rúmlega fimm þúsund börn sitja heima í dag. Fundi í kjaradeilu kennara við hið opinbera lauk í Karphúsinu í gærkvöld án þess að samningar tækjust. Magnús Þór Jónsson formaður kennarasambandsins kom til okkar í lok þáttar.
En við byrjum á þessu:
Borðum meiri fisk, segir Kristján Berg Fiskikóngur. Hann vill þjóðaátak til að fá þjóðina til að auka át á fiskmeti. Og hefur í fimm ár talað fyrir átakinu Fiskbúar sem á að hvetja fólk til meiri fiskneyslu. Fiskbúar er ár hvert í febrúar og í ár er fimmta árið sem hann vekur athygli á þessu. En Kristjáni fínnst hann vera svolítið einn í þessu. Hans hagur er jú að selja físk en hann vill fá alla sem að málum koma í greininni að borðinu til að efla fiskneyslu. Fiskikóngurinn kom til okkar.