Síðdegisútvarpið

Gervigreindaróværa, verðlaunamynd, gosið og umferðin

Tónleikarnir “Öll í einu” á Akureyri fer fram núna um helgina. Við hringdum í einn skipuleggjanda Halldór Kristinn Harðarson.

Í nýrri skýrslu er varað við auknum netárásum þar sem árásaraðilar nota gervigreind til búa til skaðlegan hugbúnað og dreifa svokölluðum vefveiðaskilaboðum eða phishing. Við ræddum við Arnar S. Gunnarsson, yfirmann öryggismála hjá OK, um gervigreindar óværu.

Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar, “Ástin sem eftir er”, hlaut aðalverðlaun Cinehill‑kvikmyndahátíðarinnar í Króatíu, sem lauk á sunnudaginn var. Myndin var frumsýnd á Cannes í vor. Anton Máni Svansson, framleiðandi myndarinnar, var á línunni hjá okkur.

Lögreglan á Suðurnesjum varar við því hraunjaðarinn við eldgosið á Reykjanesi geti brotist skyndilega fram. Veðurstofan mælir með því öll nýja hraunbreiðan verði afmörkuð og skilgreind sem áhættusvæði, og varar fólk eindregið gegn því príla á nýstorknuðu hrauni. Við heyrðum í Sigríði Kristjánsdóttur náttúruvársérfræðingi á Veðurstofunni.

Við ræddum við Ágúst Mogensen sem brýnir ökumenn til aka almennilega um helgina en byrjar hættulegasti tíminn í vikunni! 90 umferðaslys með meiðslum meðaltali í ágúst, s.l. 5 ár.

Og í lok þáttar hringjum við austur í Neskaupstað en þar fer fram hátíðin Neistaflug um helgina eins og svo oft áður. María Bóel Guðmundsdóttir, framkvæmdarstjóri Neistaflugs, talaði við okkur.

Frumflutt

30. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,