Síðdegisútvarpið

Laxveiðisumarið, fótbolti, barnungir markaðsstjórar og táfýla í geimnum

Sonur Herdísar Sveinbjörnsdóttur er á leikskóladeildinni Lyngási sem lítil og sérhæfð leikskóladeild sem rekin er af Ás styrktarfélagi. Börnin á Lyngási er öll með einhverskonar fötlun og geta þau ekki notað hefðbundin leiktæki og því eru engin leiktæki við deildina. Þessu vill Herdís breyta og hún var á línunni hjá okkur.

Laxveiðisumarið er komið á fullt skrið, og við heyrðum í Eggerti Skúlasyni um hvernig er fiskast.

Bræðurnir Kári og Kjartan eru líklega yngstu markaðsstjórar landsins, en þeir eru 14 og sextán ára og tóku við því starfi í sumar hjá fyrirtæki pabba síns heitirpottar.is. Þeir kíktu við hjá okkur.

Dularfullt hvarf írska fiðluleikarans Seans Bradleys, fór ekki hátt í fjölmiðlum þegar hann hvarf sporlaust frá Íslandi fyrir sjö árum. Eftir umfjöllun Þetta helst á Rás 1 hafa lögreglu borist nýjar vísbendingar, og útilokar ekki hefja rannsókn á ný. Þóra Tómasdóttir þáttastjórnandi settist hjá okkur og fór yfir málið.

Geimverur og líf á öðrum plánetum eru meginumræðuefni BEACON-ráðstefnunnar í stjörnulíffræði sem fer fram í Hörpu. Stjörnulíffræði er tiltölulega fræðigrein sem rannsakar líffræði á öðrum plánetum, og þar er Ísland í brennidepli, þar sem aðstæður hér á landi eru víða svipaðar þeim sem finnast á öðrum hnöttum. Oddur Vilhelmsson, örverufræðingur við Háskólann á Akureyri, er meðal þeirra sem flytja erindi á ráðstefnunni og kom til okkar

.

Edda Sif Pálsdóttir íþróttafréttamaður er stödd í Sviss með stelpunum okkar sem spila sinn fyrsta leik á EM á morgun þegar þær mæta finnum. Við heyrðum í Eddu og tókum stöðuna á liðinu.

Tónlist frá útsendingarlogg 2025-07-01

SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Ekkert Breytir Því.

Brown, Chris - Holy Blindfold.

THE BEACH BOYS - God Only Knows.

Una Torfadóttir, CeaseTone - Þurfum ekki neitt.

PRINS PÓLÓ - París Norðursins.

Young, Lola - Messy.

Jónfrí - Gleymdu því.

Ellis-Bextor, Sophie - Taste.

Adele - Love in the dark.

Khalid - Know Your Worth.

Frumflutt

1. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,