Síðdegisútvarpið

Laxveiðisumarið, fótbolti, barnungir markaðsstjórar og táfýla í geimnum

Sonur Herdísar Sveinbjörnsdóttur er á leikskóladeildinni Lyngási sem lítil og sérhæfð leikskóladeild sem rekin er af Ás styrktarfélagi. Börnin á Lyngási er öll með einhverskonar fötlun og geta þau ekki notað hefðbundin leiktæki og því eru engin leiktæki við deildina. Þessu vill Herdís breyta og hún var á línunni hjá okkur.

Laxveiðisumarið er komið á fullt skrið, og við heyrðum í Eggerti Skúlasyni um hvernig er fiskast.

Bræðurnir Kári og Kjartan eru líklega yngstu markaðsstjórar landsins, en þeir eru 14 og sextán ára og tóku við því starfi í sumar hjá fyrirtæki pabba síns heitirpottar.is. Þeir kíktu við hjá okkur.

Dularfullt hvarf írska fiðluleikarans Seans Bradleys, fór ekki hátt í fjölmiðlum þegar hann hvarf sporlaust frá Íslandi fyrir sjö árum. Eftir umfjöllun Þetta helst á Rás 1 hafa lögreglu borist nýjar vísbendingar, og útilokar ekki hefja rannsókn á ný. Þóra Tómasdóttir þáttastjórnandi settist hjá okkur og fór yfir málið.

Geimverur og líf á öðrum plánetum eru meginumræðuefni BEACON-ráðstefnunnar í stjörnulíffræði sem fer fram í Hörpu. Stjörnulíffræði er tiltölulega fræðigrein sem rannsakar líffræði á öðrum plánetum, og þar er Ísland í brennidepli, þar sem aðstæður hér á landi eru víða svipaðar þeim sem finnast á öðrum hnöttum. Oddur Vilhelmsson, örverufræðingur við Háskólann á Akureyri, er meðal þeirra sem flytja erindi á ráðstefnunni og kom til okkar

.

Edda Sif Pálsdóttir íþróttafréttamaður er stödd í Sviss með stelpunum okkar sem spila sinn fyrsta leik á EM á morgun þegar þær mæta finnum. Við heyrðum í Eddu og tókum stöðuna á liðinu.

Tónlist frá útsendingarlogg 2025-07-01

SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Ekkert Breytir Því.

Brown, Chris - Holy Blindfold.

THE BEACH BOYS - God Only Knows.

Una Torfadóttir, CeaseTone - Þurfum ekki neitt.

PRINS PÓLÓ - París Norðursins.

Young, Lola - Messy.

Jónfrí - Gleymdu því.

Ellis-Bextor, Sophie - Taste.

Adele - Love in the dark.

Khalid - Know Your Worth.

Frumflutt

1. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,