Síðdegisútvarpið

Fjármálaráherra, hláturjóga, Trump og Eurovision

Við byrjuðum á því heyra i Silju Báru Ómarsdóttur prófessor í alþjóðastjórnmálum og nýráðinn rektor háskóla Íslands um opinn fund sem haldinn var á vegum Alþjóðamálastofnunar í hádeginu í dag. Þar var rætt um fyrstu 100 dagana í Ríkisstjórn Donalds Trump en hún hefur verið harðorð og óvægin í yfirlýsingum sínum í garð Evrópuríkja.

Við héldum áfram ræða Trump en hann boðar 100% toll á allar kvikmyndir sem framleiddar eru utan Bandaríkjanna. Þetta gæti haft töluverð áhrif á kvikmyndabransann hér heima. Til þess ræða þetta fengum við Ásgrím Sverrisson, kvikmyndagerðarmann og ritstjóra Klapptrés á línuna.

Við fengum til okkar Jökul í Kaleo en hann leit við í Síðdegisútvarpinu rétt áður en hann hélt út til Nashville. Hann stendur í ströngu þessa dagana enda plata á leiðinni og svo sagði hann okkur frá fyrirhuguðum tónleikum hljómsveitarinnar á Íslandi í sumar.

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra var gestur Síðdegisútvarpsins í dag. Við ræddum við hann um fyrstu 3 mánuðina í starfi ráðherra í ríkisstjórn, veiðigjöld sölu á Íslandsbanka og margt fleira.

Um helgina var alþjóðadagur hláturs og haldið var upp á daginn í Laugardalnum. Við hringdum í Ástu Valdimarsdóttur hláturjógakennara og spurðum hana út í hvers vegna það er svona gott og holt hlægja.

Við hringdum til Basel í Sviss og heyrðum í okkar konu Guðrúnu Dís Emilsdóttur sem er undirbúa sig fyrir þularstarfið og hún spjallaði einnig við Selmu Björns sem er leikstjóri íslenska atriðisins.

Það voru Siggi Gunnars og Hrafnhildur Halldórsdóttir sem stýrðu þættinum.

Frumflutt

5. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,