Síðdegisútvarpið

Yngsti þingmaðurinn, föstudagsmaturinn árið 1985, og söngvakeppnin

Úlfar Finnbörnsson matreiðslumeistari var á línunni og við spurðum hann út í föstudagsmatinn árið 1985. Hvað var fjölskyldan vinna með í þá daga?

Alþingi var sett í vikunni en mikil endurnýjun varð eftir síðustu kosningar. Yngsti þingmaðurinn kemur úr Norð-Austurkjördæmi fyrir hönd Viðreisnar en hann heitir Ingvar Þóroddson, fæddur 1998 og er því 26 ára gamall.

Hann verður á línunni hjá okkur

Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg, fagnaði fyrr í dag sigri í máli sínu gegn íslenska ríkinu. Árið 2020 var hún skipuð í starfshóp um eflingu kynfræðslu í skólum og gagnrýndi það meðlimir hópsins fengu ekki greitt fyrir vinnu sína. Það var baráttukonan Sólborg Guðbrandsdóttir sem leiddi hópinn og síðar kom í ljós hún hafði fengið greitt en ekki aðrir í hópnum. Sigga Dögg ákvað fara með málið lengra og fékk í dag þessa jákvæðu niðurstöðu og það á föstudegi. Við hringjum í Siggu.

Söngvakeppni Sjónvarpssins hefst á morgun, fyrri undanúrstitin.

Fimm íslensk lög verða flutt í glæsilegri umgjörð í beinni útsendingu í stúdíóinu í Gufunesi og það eru þið áhorfendur sem ráðið úrslitum því það er einungis símakosning sem gildir, engin dómnefnd. en þrjú stigahæstu lögin komast áfram, tvö þeirra munu sitja eftir.

Við fáum til okkar hana RÖGNU Björgu Ársælsdóttur, söngkonu en hún hefur td. oft tekið þátt

í söngvakeppninni baksviðs og eða í bakröddum.

Frumflutt

7. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,