Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandikom til okkar og ræddi stöðuna á Gaza nú þegar eitt stærsta mannúðarverkefni sögunnar fer í hönd á svæðinu í þágu rúmlega milljón barna.
Á morgun, þriðjudag, mun Microsoft formlega hætta að styðja Windows 10 stýrikerfið. Það þýðir að notendur fá ekki lengur uppfærslur eða öryggisplástra frá fyrirtækinu.
Til að ræða hvað þetta þýðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki kom til okkar Arnar S. Gunnarsson, öryggisstjóri hjá OK.
Íbúar í Langholtshverfi í Laugardal í Reykjavík hafa áhyggjur af fyrirhuguðum framkvæmdum vegna Sundabrautar og tengingu við Holtaveg. Formaður íbúsamtaka Laugardals Lilja Sigrún Jónsdóttir telur Vegagerðina hafa hlaupið á sig með yfirlýsingu um að brú væri fýsilegri kostur en göng. Lilja Sigrún kom í þáttinn til okkar.
Stefán Þór Þorgeirsson leikari er að undirbúa leikýningu sem heitir Lífið í Japan og fjallar um tímann sem Stefán bjó þar í landi á árunum 2022 – 2024. Það tímabil var bæði heillandi og krefjandi, fullt af einmannaleika, menningarsjokki og fallegum augnablikum að sögn Stefáns sem kom til okkar.
Við mætum frökkum á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni HM í fótbolta. Við hituðum upp fyrir leikinn og heyrðum meðal annars í Hjálmari Erni Jóhannssyni skemmtikrafti og fótboltasérfræðingi.
Út er komin bókin Neistar, en það er bók fyrir börn sem fjallar um skilnað. Hugrún Margrét höfundur bókarinnar og Sólveig Eva myndskreytir komu til okkar og sögðu okkur frá tilurð bókarinnar.