Síðdegisútvarpið

Villta vestrið í bílastæðum, Konukot og Ari Eldjárn

Við ætlum enn á ræða bílastæðismál í þættinum því ekkert virðist þokast í þá átt neytendur hafi skýra og góða yfirsýn yfir þær reglur sem þar ríkja og fyrr í sumar biðluðu Neytendasamtökin til stjórnvalda koma skikki á þessi mál.

Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna kom til okkar.

Ari Eldjárn býður þér kveðja með sér árið sem er líða með ógleymanlegri uppistandssýningu sinni Áramótaskop!

Ari er einn allra vinsælasti uppistandari þjóðarinnar bæði hér heima fyrir og utan landsteinanna.

Við ætlum ræða ástarlíf Leonard Cohen í Síðdegisútvarpinu í dag. Þjóðin fylgdist með þáttunum um hann og Marianne á RÚV. En hvað gerist svo ? Valur Gunnarsson blaðamaður ætlar reyndar svara þessari spurningu næstkomandi sunnudeg en þá hefði Cohen orðið 91 árs.

Sl. vor var sagt frá því Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar hefði samþykkt Konukot megi hafa aðsetur í Ármúla. Konukot er neyðarskýli og opið frá fimm síðdegis til tíu á morgnana en núverandi húsnæði í Eskihlíð er orðið úr sér gengið svo brýn þörf var fyrir nýtt húsnæði. er komið babb í bátinn því Rannsóknarstofan Sameind sækist eftir með kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála byggingarleyfi fyrir starfsemi Konukots í Ármúla verði fellt úr gildi. Halldóra R. Guðmundsdóttir er framkvæmdastýra Konukots hún kom til okkar í dag.

Svíinn Armand 'Mondo' Duplantis setti í dag heimsmet í stangarstökki á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Tókýó. Hinn eini sanni Sigurbjörn Árni Arngrímsson ræddi undrabarnið Duplantis og annað markvisst sem er gerast á mótinu við okkur í dag.

Frumflutt

16. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,