Síðdegisútvarpið

Kosningar í USA, Börn í Reykjavík og Hjálmar hvítvínskerling

Í vikunni barst matvælaráðherra bréf og var yfirskrift bréfsins eftirfarandi: Skelfingar ástand í tengslum við flutning gæludýra til og frá landinu. Var með bréfinu farið þess á leit matvælaráðherra láti endurskoða hið snarasta verklagsreglur í tengslum við flutning gæludýra til og frá landinu og hann tryggi þeim verði komið í viðunandi horf sem allra fyrst, einkum með velferð dýra í huga eins og kveðið er á um í lögum um velferð dýra nr. 55 frá 2013. Við heyrðum í Brynju Tomer sem búsett er í Kólumbíu en hún er gæludýraeigandi til margra ára og ein þeirra sem fer fram á málefnum gæludýra sem flutt eru til landsins verði komið í ásættanlegt horf.

Í næstu viku kemur út bókin Börn í Reykjavík eftir Guðjón Friðriksson. Í bókinni er rakin ákaflega víðtæk saga barna í Reykjavík allt frá síðari hluta 19. aldar til okkar daga. Bókin er 640 blaðsíður með um 540 myndum sem gera bókina enn meira spennandi. Guðjón kom til okkar í Síðdegisútvarpið og sagði okkur frá þessu mikla ritverki em gefur okkur smá innsýn í sögu barna í Reykjavík frá nítjándu öld til dagsins í dag.

Við keyrðum svo upp gleðina í þættinum þegar við fengum Hjálmar Örn til okkar sem föstudagsgest. Hjálmar Örn er auðvitað landsþekktur skemmtikraftur og leikari í þáttunum Útilega sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans. Hann kom til okkar strax loknum fimm fréttum.

Leikfélag Selfoss frumsýndi verkið Listin lifa föstudaginn 25. október sl. Við heyrðum í formanni leikfélagsins sem heitir Jónheiður Ísleifsdóttir.

Á degi hinna verður boðið upp á upplestur og leiðsögn um Hólavallagarð og við heyrðum í Siggu Dögg rithöfundi og kynfræðingi en hún er ein þeirra sem stendur fyrir þessum viðburði.

eru ekki nema nokkrir dagar þar til Bandaríkjamenn ganga kjörborðinu og velja sér forseta. RÚV mun sjálfssögðu gera kosningunum góð skil og Björn Malmquist er mættur til Lancaster í Pennsylvaníu flytja okkur fréttir og við heyrðum í honum.

Frumflutt

1. nóv. 2024

Aðgengilegt til

1. nóv. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,