Síðdegisútvarpið

Álar, POTS, almyrkvi, og sex maraþon í röð í jakkafötum

Álar hafa gert sig heimakomna í litlum læk við Lund í Kópavogi og svamla þar um í mestu makindum. Við vildum forvitnast aðeins meira um þessar lífverur og heyrðum í Sigurði Einarssyni fiskifræðingi hjá Hafrannsóknastofnun.

Við heyrðum í Jóhanni Hlíðari Harðasyni fréttamanni frá Spáni á eftir og ræðum meðal annars hitabylgjuna sem þar herjar á íbúa og gróðurelda, en þúsundir hafa þurft flýja heimili sín.

Aðsókn í vökvagjöf vegna POTS-heilkennis hefur margfaldast á undanförnum árum. hafa Sjúkratryggingar Íslands ákveðið hætta niðurgreiðslu á þessari þjónustu. Samtök POTS á Íslandi óttast um afdrif þeirra sem sótt hafa í þessa þjónustu og það gerir hjartalæknirinn Steinar Guðmundsson líka. En hvað er POTS, hvernig lýsir sjúkdómurinn sér og hvaða gagn gerir vökvagjöfin. Við ræddum málið við Hönnu Birnu Valdimarsdóttur formann POTS samtakanna.

Kvikmyndin Ástin sem eftir er verður frumsýnd hér á landi annað kvöld. Ástin var heimsfrumsýnd í Cannes í maí síðastliðnum og hlaut þar afar góðar viðtökur. Myndin sem lýst hefur verið sem"feelgood" skilnaðar dramakómedíu skartar frábærum leikurum og þar á meðal Sögu Garðarsdóttur sem kíkti í kaffi til okkar auk þess sem við slógum á þráðinn til Kristins Guðmundssonar stórvinar Síðdegisútvarpsins en hann leikur einnig í myndinni.

er slétt ár í almyrkva á sólu sem sjáanlegur verður hér á landi miðvikudaginn 12. Ágúst 2026. Almyrkvaslóðin liggur yfir Vestfirði, Snæfellsnes, Höfuðborgarsvæðið og Reykjanesskaga, og er búist við miklum fjölda fólks til landsins til berja þetta sjónarspil augum. Reikna með mikilli umferð um vestanvert landið í kringum myrkvann, og viðbúið gistirými og bílaleigubílar seljist upp sögn Sævars Helga Bragasonar.

Ríflega 20 manna hópur leggur eftir helgi af stað hlaupandi frá Akureyri til Reykjavíkur yfir kjöl til styrktar krafti. En hver og einn leggur baki heilt maraþon á dag eða sex maraþon á sex dögum. Hópurinn, sem kallar sig HHHC er eigin sögn ekki bara hraðasti hlaupahópur landsins, heldur einnig fallegasti, enda slá þeir ekkert af lúkkinu og hlaupa leiðina alla í jakkafötum. Þeir Pétur Ívarsson og Jóhann Ottó Wathne kíktu til okkar.

Frumflutt

12. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,