Síðdegisútvarpið

Framúrskarandi fyrirtæki, Brandur á leið til Nepal og Neyðarkarlinn

Við heyrðum af fyrirhuguðu ferðalagi Brands Bryndísarsonar Karlssonar en eftir helgi fer hann til Nepal nánar tiltekið Kathmandu í 7vikna ævintýraferð þar sem aðaláherslan er á hann styrkist líkamlega og fái njóta og mála í leiðinni en Brandur hefur verið bundinn hjólastól í yfir áratug. Aðstoðarkona Brands heitir Ýr Þrastardóttir og hún kom til okkar og sagði okkur frá ferðalaginu framundan og hvernig hægt verður fylgjast með heilunarferðalagi Brands og styrkja.

Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsaðgerða eða COP RVK verður haldið um helgina, nánar tiltekið á laugardaginn. Sigrún Perla Gísladóttir er ungur umhverfissinni veit allt um viðburðinn, hún kom til okkar.

Cred­it­in­fo hef­ur sl. fimmtán ár veitt Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tækj­um í ís­lensku at­vinnu­lífi vott­un fyr­ir góðan og traust­an rekst­ur og þannig verðlaunað þau fyr­ir­tæki sem standa sig vel og stuðla bættu viðskiptaum­hverfi. Hrefna Sigfinnsdóttir er framkvæmdastýra Creditinfo hún kom í Síðdegisútvarpið.

Annað kvöld verður Kjallarakabarett í Þjóðleikhúskjallaranum. Margrét Erla Maack og Gógó Starr eru partur af því batterýi og þess vegna búast við mikilli gleði, þau sögðu okkur af því.

Við buðum upp á tónlistaratriði Gunnar Lárus Hjálmarsson úr hljómsveitinni Dr. Gunni kom í heimsókn ásamt söngkonunni Salóme Katrínu.

Sala á Neyðarkallinum er hafin og sennilega hafa hlustendur tekið eftir sölumönnum fyrir framan verslanir og þjóðnustukjarna. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar kom í þáttinn.

Frumflutt

31. okt. 2024

Aðgengilegt til

31. okt. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,