Síðdegisútvarpið

Melodifestivalen,Hjálmar Örn og Gunni Óla

Sigurbjörn Árni Arngrímsson var á línunni en hann er staddur í Digranesinu þar sem bikarúrslitakeppnin í blaki fer fram þessa helgina. Í gær voru undanúrslit karla og í dag eru undanúrslitaleikir kvenna.

Skemmtikrafurinn Hjálmar Örn fékk hjartaáfall á dögunum og það er óhætt segja mörgum hafi verið brugðið við þær fréttir. Við tókum stöðuna á Hjálmari

Föstudagsgesturinn þessu sinni var Gunni Óla.

Úrslit Melodifestivalen ráðast annað kvöld en þá kemur í ljós hver keppir í Eurovision fyrir hönd Svíþjóðar. Það er mikil stremning fyrir keppninni og við hituðum upp fyrir þessa Sænsku poppveislu í Síðdegisútvarpinu. Fengum nokkur tóndæmi en auki hringdum við í Fanný Guðbjörgu Jónsdóttur sem stödd er ytra til fylgjast með herlegheitunum.

Sara McMahon, kynningarstjóri UN Women Iceland og Rakel McMahon verkefnastýra komu til okkar. Un Women á Íslandi hefur hrundið af stað heimsherferð - March Forvard og verður henni ýtt formlega úr vör á morgun á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

Frumflutt

7. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,