Síðdegisútvarpið

Landsleikur í fótbolta, Snorri Helga og friðarverðlaunahafi Nóbels

María Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, hlaut friðarverðlaun Nóbels 2025 í morgun. Hún er leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela og bandamaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta - Þorgerður Anna Gunnarsdóttir fréttamaður kom til okkar í dag og sagði okkur betur frá þessari merkilegu konu.

Hvað eigum við borða yfir leiknum ?  Eitthvað fljótlegt og gott sem allir geta notið ?  Albert Eiríksson matgæðingur og fagurkeri fór yfir þau mál með okkur.

Snorri Helgason gefur nýtt lag í dag, Megi það svo vera. Snorri er safna fyrir útgáfu nýrrar plötu, Borgartún  í gegnum Karolina Fund  Og útgáfutónleikar framundan. Snorri mætir í Síðdegisútvarpið á eftir og tekur huggulegt lag í beinni og við fengum heyra nýja lagið. Megi það vera svo.

ferðast létt verður kannski ekki sagt um okkur. Pökkuðum í gám í mars eða apríl, allskonar dóti, samsafni frá mörgum heimilum, húsgögn, leirtau, bækur, föt, garðverkfæri, verkfæri, háþrýstidæla, tengdmömmubox, skíði, golfsett og ég veit ekki hvað. Auðvitað löngu búin gleyma hvað er í þessum gámi, Og nokkrum mánuðum og mörgum, mörgum pappírum síðar er hann loksins kominn. Þessi orð skrifaði Erla Gerður Sveinsdóttir læknir á FB í júlí sl. en þá höfðu þau hjónin ákveðið söðla um og kaupa sér hús í ítalskri sveit og byrja nýjan kafla í lífinu.  Erla Gerður er stödd á Íslandi þessa dagana og hún kom til okkar og sagði okkur frá því helsta sem á dagana hefur drifið.

Í kvöld klukkan 18:45 verður flautaður á leikur Íslands og Úkraínu í undankeppni HM í fótbolta.   Strákarnir okkar eru í fínum málum í riðlinum og gætu komið sér í gúða stöðu fyrir stórleikinn gegn Frökkum á mánudaginn..

Það er uppselt á leikinn en örvæntið ekki, leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport Stuðningssveitin Tólfan er stödd á Ölver í miðri söngva upphitun, við fáum heyra aðeins stemninguna á svæðinu.

Hilmar Jökull formaður Tólfun var á línunni.

Frumflutt

10. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,