María Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, hlaut friðarverðlaun Nóbels 2025 í morgun. Hún er leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela og bandamaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta - Þorgerður Anna Gunnarsdóttir fréttamaður kom til okkar í dag og sagði okkur betur frá þessari merkilegu konu.
Hvað eigum við að borða yfir leiknum ? Eitthvað fljótlegt og gott sem allir geta notið ? Albert Eiríksson matgæðingur og fagurkeri fór yfir þau mál með okkur.
Snorri Helgason gefur nýtt lag í dag, Megi það svo vera. Snorri er að safna fyrir útgáfu nýrrar plötu, Borgartún í gegnum Karolina Fund Og útgáfutónleikar framundan. Snorri mætir í Síðdegisútvarpið á eftir og tekur huggulegt lag í beinni og við fengum að heyra nýja lagið. Megi það vera svo.
Að ferðast létt verður kannski ekki sagt um okkur. Pökkuðum í gám í mars eða apríl, allskonar dóti, samsafni frá mörgum heimilum, húsgögn, leirtau, bækur, föt, garðverkfæri, verkfæri, háþrýstidæla, tengdmömmubox, skíði, golfsett og ég veit ekki hvað. Auðvitað löngu búin að gleyma hvað er í þessum gámi, Og nokkrum mánuðum og mörgum, mörgum pappírum síðar er hann loksins kominn. Þessi orð skrifaði Erla Gerður Sveinsdóttir læknir á FB í júlí sl. en þá höfðu þau hjónin ákveðið að söðla um og kaupa sér hús í ítalskri sveit og byrja nýjan kafla í lífinu. Erla Gerður er stödd á Íslandi þessa dagana og hún kom til okkar og sagði okkur frá því helsta sem á dagana hefur drifið.
Í kvöld klukkan 18:45 verður flautaður á leikur Íslands og Úkraínu í undankeppni HM í fótbolta. Strákarnir okkar eru í fínum málum í riðlinum og gætu komið sér í gúða stöðu fyrir stórleikinn gegn Frökkum á mánudaginn..
Það er uppselt á leikinn en örvæntið ekki, leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport Stuðningssveitin Tólfan er stödd á Ölver í miðri söngva upphitun, við fáum að heyra aðeins stemninguna á svæðinu.
Hilmar Jökull formaður Tólfun var á línunni.