Síðdegisútvarpið

Laddi, Kveikur og eldgos eða ekki

Margt og mikið hefur gengið á bak við tjöldin undanfarna sólahringa varðandi afskipti Donalds Trump á hugsanlegum lokum innrásar Rússa í Úkraínu. Þjóðarleiðtogar Evrópu eru uggandi og eftir neyðarfund leiðtogana hafa menn verið tala meira saman en áður. Í dag bárust svo fréttir af því Danska ríkisstjórnin ætli verja tugum milljarða til vopnakaupa fyrir herinn. Dagný Hulda Erlendsdóttir fréttamaður kom til okkar og tók atburðarásina saman fyrir okkur.

Mörg okkar líta eflaust á eldhússvuntuna sem sjálfsagðan hlut, en ekki Ingibjörg H. Kristjánsdóttir. Svuntur hafa átt hug Ingibjargar frá þá hún handsaumaði sínar fyrstu svuntur í barnaskóla, þá í 5. bekk. Síðan hefur hún saumað fjölmargar svuntur bæði í höndum og með aðstoð véla. er Ingibjörg með sýningu á svöntum sem heitir Svuntusögur á Borgarbókasafni Árbæjar. Hún sagði okkur sögu svuntunnar.

Við í Síðdegisútvarpinu erum vægt til orða tekið forvitinn hvernig gengur með undirbúning sýningarinnar þetta er Laddi. Ólafur Egilsson og Vala Kristín Eiríks eru handritshöfundar og leikstjórar og þau komu til okkar og sögðu okkur frá.

Í Kveiksþætti kvöldsins verður fjallað um þrjár ungar starfskonur í grunnskóla í Reykjavík kvörtuðu til borgarinnar undan áreitni og kynferðislegri áreitni aðstoðarskólastjóra skólans. Við tók ítarlegt könnunarferli hjá borginni, samkvæmt lögbundnum EKKO-ferlum. Nær öll atvikin voru staðfest, ýmist sem áreitni, óviðeigandi eða ósæmileg hegðun stjórnanda, og kynferðisleg áreitni. Eftir það var málinu lokið af hálfu borgarinnar, minnsta kosti gagnvart þolendunum. Bæði þær og stéttarfélög þeirra gera alvarlegar athugasemdir við meðhöndlun borgarinnar á málinu. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdótti og Árni Þór Theódórsson sjá um efnistök þáttarins í kvöld, þau komu til okkar.

Íslendingar eru gott sem orðin ónæm fyrir stöðugum fréttum af hugsanlegu eldgosi, en er þessu lokið, eigum við ekki von á frekari hamförum næstu mánuðina, árin eða jafnvel áratugina? Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur svaraði því.

Svo heyrðum við í Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur forseta borgarstjórnar í Reykjavik um bjöllufund dagsins og hvaða tilfinningu hún hafi fyrir nýjum meirihluta í Reykjavík.

Frumflutt

18. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,