Síðdegisútvarpið

Jarðgöng, Torg í Reykjavík, alþjóðadagur útvarps, söngvakeppni og eignavakt.

Jens Garðar Helga­son, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, sagði frá því í jómfrúarræðu sinni á Alþingi í vikunni hann ætli leggja fram þingsályktunartillögu þar sem hann skorar á Alþingi Íslendinga og ráðherra samgöngumála skoða alvarlega stofnun Jarðgangafélags Íslands, fyrirmynd Færeyinga. Jens Garðar sagði okkur nánar frá þessari hugmynd.

Jón Jósep Snæbjörnsson, tónlistarmaður og viðskiptatengslastjóri Aurbjargar, kom til okkar og sagði frá frá eignavakt Aurbjargar sem er þjónusta sem finnur fasteignir sem þú hefur efni á, út frá þinni greiðslugetu og þínu eigið fé. Þá fengum við Jónsa til þess koma með góð ráð fyrir keppendur Söngvakeppninnar en hann hefur margoft tekið þátt í Söngvakeppninni og hefur tvisvar sinnum tekið þátt fyrir hönd Íslands.

Tillaga er komin fram um strangara eftirlitskerfi hjá frjálsíþróttakonum en þær munu þurfa ganga í gegnum sérstakt kynjapróf. Tillagan er unnin af vinnuhóp á vegum Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins. Prófið mun leita SRY geninu sem finnst nánast eingöngu í karlmönnum. Búast við mikill umræðu um prófið og við fengum íþróttafréttamanninn Almarr Ormarsson til rýna í málið fyrir okkur.

Reykjavíkurborg leitar eftir áhugasömum einstaklingum eða hópum til taka þátt í verkefninu Torg í biðstöðu 2025. þessu sinni er áherslan á lífið í skóginum í allri sinni dýrð. Rebekka Guðmundsdóttur, deildarstjóri borgarhönnunar mætti til okkar og sagði okkur betur frá.

Í dag er Alþjóðlegur dagur útvarps. Þau Fanney Birna Jónsdóttir dagskrástjóri Rásar 1 og okkar eigin Sigurður Þorri Gunnarsson ræddu við okkur um miðilinn, stöðuna á honum og framtíðina.

Frumflutt

13. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,