Besta veðrið er víst fyrir norðan og austan um helgina. Við hringdum í Jóhann K. Jóhannsson á Siglufirði og forvitnuðumst um Síldarævintýrið sem þar fer fram.
Og unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Egilsstöðum um helgina. Fimm þúsund gestir eru á mótinu þar sem 1.100 börn og ungmenni á aldrinum keppa í hinum ýmsu greinum, þar á meðal upplestri, kökuskreytingum og frisbígolfi. Silja Úlfarsdóttir sagði okkur allt um þetta.
Það er flughátíð fyrirhuguð í Múlakoti um helgina. Við slógum á þráðinn til Einars Dagbjartssonar um hvernig stemningin er þar í þessu vonskuveðri.
Við heyrðum í Loga Sigurjónssyni aðalvarðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og tókum stöðuna á umferðinni.
Og það er vonskuveður á leiðinni, og hefur verið varað við því að tjöld geti fokið og aðstæður verið varasamar ökumönnum með aftanívagna til dæmis. Við fórum yfir stöðuna með Katrínu Öglu Tómasdóttur veðurfræðingi
Við höfum undanfarið fjallað um hin ýmsu íþróttamót þar sem fólk hleypur eða hjólar tugi og jafnvel hundruð kílómetra, en hnutum svo um hlaup sem fer fram á Flateyri á morgun sem er öllu viðráðanlegra. 1,6 kílómetrar, og þrjú bjórstopp á leiðinni. Kormákur Geirharðsson sagði okkur allt um það
Við tókum stöðuna á ferðum Herjólfs til og frá Vestmannaeyjum nú þegar gul veðurviðvörun er framundan. Ólafur Jóhann Borgþórsson, framkvæmdarstjóri Herjólfs, var á línunni.
Í vikunni fengum við góð ráð frá björgunarsveitarkonu þegar við spurðum hana hvernig er best að bera sig að í svona veðri sem er að fara að ganga yfir stóran hluta landsins. Og maður er í tjaldútilegu. Jóhanna Guðrún Snæfeld Magnúsdóttir gaf okkur ráðin.