Síðdegisútvarpið

Húsnæðismarkaðurinn, Sniglabandið Þorramatur og Trump

Líkt og við fjölluðum um í gær kvarta byggingarverktakar í borginni um lóðaskort og aukna gjaldtöku en þetta tilkomið vegna ofuráherslu á þéttingu byggðar. Meirihlutinn í borginn féll m.a.út af því ekki var hægt standa við áform sem gefin voru í kosningabaráttunni um leggja ofuráherslu á auka nýbyggingar og úrval hagkvæmra kosta fyrir fólk. En hvernig er útlitið þegar kemur því byggja nýjar íbúðir fyrir fólk, af hverju eru svo fáar lóðir í boði og hvernig getur það verið þétting byggðar hafi áhrif á hækkun byggingarkosnaðar? Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og hann fór yfir þessi mál með okkur.

Meðalmanneskjunni er ómögulegt fylgjast með öllum þeim fréttum er berast úr Hvíta húsinu þegar það kemur ákvarðanatöku og hugmyndum Bandaríkja forseta Donald Trump. Við í Síðdegisútvarpinu erum í þeim hópi og ætlum þess vegna fréttamanninn Markús Þ. Þórhallsson til þess taka það saman fyrir okkur sem gengið hefur á í þessum efnum undanförnu.

Er Þorramatur alls ekki svo gamall eftir allt saman ? Gísli Einarsson veit allt um það við hringdum í hann

Það verður tvöfalt sannkallað stórafmæli á föstudaginn þegar Lögreglukórinn og Sniglabandið hleður saman í veislu í Silfurbergssal Hörpu. Sniglabandið fagnar 40 árum og Lögreglukórinn 90 árum. Sniglabandið er væntanlegt til okkar á eftir og ætlar spila í beinni og jafnvel hlustendur fái velja lögin eins og það var alltaf gert í þá daga hér á rásinni.

Þið haldið kannski þið þekkið ekki Guðmund Einar, en hann hefur töluvert verið heima hjá ykkur og þá á sjónvarpsskjánum, í þáttunum Kanarí og einnig í minni hlutverkum í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Guðmundur Einar hefur líka verið mjög duglegur troða upp á svokölluðum improve kvöldum með Improv Ísland. En stendur hann einn á sviði, í sinni eigin síningu sem heitir Lítill töffari, hann kemur í spjall á eftir.

Vinir Valhallar nefnist hópur sem er safna fyrir bíósýningarvél og tækjum til geta sýnt nýjustu myndir í félagsheimilinu Valhöll Eskifirði. Valbjörn Þorláksson er vinur valhallar og mun hann segja okkur nánar frá.

Frumflutt

12. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,