Síðdegisútvarpið

Kjarnorkuklausan virkjuð, bæjarhátíðir, súperman og drag

Það hefur ekki verið nein lognmolla á Alþingi Íslendinga eftir Þórunn Sveinbjarnadóttir foseti Alþingis lagði til umræðu um veiðigjaldsfrumvarpið verði hætt og gengið til atkvæða samkvæmt 71. grein þingskaparlaga, títtnefndu kjarnorkuákvæði. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórmálafræði fór yfir stöðu mála með okkur

Við sendum kvikmyndaspekúlant Síðdegisútvarpsins í bíó í gærkvöldi til sjá nýjustu Superman kvikmyndina. Gagnrýni á hana í Bandaríkjunum hefur einkum beinst því hún þyki of “Woke” eða pólítskur rétttrúnaður við völd í henni. Ragnar Eyþórsson fór í bíó og mætti til okkar.

er tími bæjarhátíðanna, enda mitt sumar. Við heyrðum í Írisi Eddu Jónsdóttur beint frá Vopnafirði en hún er framkvæmdastjóri Vopnaskaks. Þar stendur mikið til um helgina.

Við ræddum í gær við Kristján G Kristjánsson leiðsögumann sem var ekki par ánægður með bílastæðamál við ferðamannastaði úti á landi. Við ræddum þann frumskóg við Breka Karlsson formann Neytendasamtakanna

Eins og við minntust á áðan hefur verið mikið um vera á alþingi í dag, Spegillinn fer ítarlega yfir málið í kvöldfréttum kl. 18. En til fara yfir vendingar dagsins kom Magnús Geir Eyjólfsson þingfréttamaður til okkar.

Drag og Brunch eru ekki orð sem maður notar oft í sömu setningu, en Það verður einn slíkur haldinn á veitingastaðnum BIRD a morgun. Jómbi Jónsson, eða Miss whoop whoop sagði okkur allt um hann.

Og áfram tökum við púlsinn á mannlífinu víða um land. Hríseyjarhátíðin fer fram um helgina. Ingólfur Sigfússon er í undirbúningsnefnd hátíðarinnar og við hringdum í hann

Frumflutt

11. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,