Síðdegisútvarpið

Óveður um allt land, nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins og kynfræðsla

Síðdegisútvarpið var á veðurvaktinni í dag enda rauðar viðvaranir í gildi. Við byrjuðum á því heyra í Hjördísi Guðmundsdóttur upplýsingafulltrúa Almannavarna sem hvatti fólk til fara varlega og halda sig heima eins og kostur er.

Við heyrðum líka í nýráðnum framkvæmdastjóra Rauða Krossins Gísla Rafni Ólafssyni um nýja starfið og verkefni hans í gegnum tíðina.

Síðan komu þær til okkar þær Indíana Rós og Maríanna verkefnisstýrur Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar og sögðu okkur frá viku 6 þar sem starfsfólk grunnskóla og félagsmiðstöðva borgarinnar er hvatt til setja kynheilbrigði í forgrunn og bjóða upp á fjölbreytta kynfræðslu. Ágúst Ólafsson fréttamaður var einnig á línunni frá Siglufirði.

Þorgils Jónsson fréttamaður var á línunni úr Reykjanesbæ og sagði okkur fréttir af færð og veðri þaðan. Við hringdum líka í Jónu Elínu Gunnarsdóttur í Staðarskála og fengum fréttir af veðri og færð.

Frumflutt

5. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,