Síðdegisútvarpið

Góða veðrið, stjórnsýsla, falin perla við þjóðveginn og geðheilbrigði

Einmuna veðurblíða hefur verið um allt land í dag. Við heyrðum í Sigga Stormi um framhaldið.

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur ber saman á Facebook síðu sinni hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á danska þinginu og því íslenska. Málþóf er lítið stundað þar. Þá veltir hann fyrir sér af hverju ríkisstjórnin hafi notað svokallað kjarnorkuákvæði og síðan ákveðið falla frá öllum stjórnarfrumvörpunum sem biðu afgreiðslu á þingi. Við heyrðum í Hauki.

Keldur á Rangárvöllum eru falin perla steinsnar frá þjóðveginum á Suðurlandi. Keldur eru elsti torfbær landsins og starfrækir Þjóðminjasafnið þar safn og kaffihús. Við slógum á þráðinn til Valgeirs Guðmundssonar staðarhaldara, sem segir bæinn mögulega elsta elliheimili landsins.

Edda Sif Pind Aradóttir, forstjóri Carbfix, tók við WIPO Global 2025 verðlaununum á allsherjarþingi Alþjóðahugverkastofnunarinnar í Genf á föstudag. Alþjóðahugverkastofnunin er stofnun Sameinuðu þjóðanna sem fæst við hugverkaréttindi, og þetta er því mikil viðurkenning og staðfesting á mikilvægi uppfinningar þeirra á því hvernig binda koltvísýring í bergi og vinna þannig gegn gróðurhúsaáhrifum. Edda Sif kom til okkar.

Nýlegur dómur yfir karlmanni sem stakk móður sína til bana hefur vakið athygli meðal annars vegna þess honum er ekki gerð refsins heldur gert sæta öryggisgæslu. Hann var samt metinn sakhæfur. Geðheilbrigðismál hér á landi virðast vera í miklum ógöngum og ítrekað hefur verið bent á það án þess nægjanlega tekið á málum. Við heyrðum Grími Atlasyni um þessi mál en hann er framkvæmdarstjóri Geðhjálpar.

Þó viðri vel um allt land hafa góðveðursþyrstir Íslendingar hafa löngum leitað austur á Hallormsstað til berja hina gulu augum, enda oft einmuna veðurblíða á þeim slóðum. Við heyrðum í Bergrúnu Ernu Þorsteinsdóttur aðstoðarskógarverði hjá Landi og skógi í Hallormsstað.

Frumflutt

14. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,