Síðdegisútvarpið

Bílastæðahús, samræmd próf, hneyksli í norsku konungsfjölskyldunni og pysjur

Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti fyrr í dag hún hygðist halda stýrivöxtum óbreyttum í 7,5 %. Nefndin segir stefnuna virka og hún hafi áhrif í rétta átt en það taki tíma verðbólgunni niður. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins var á línunni hjá okkur, og var alls ekki sammála nefndinni.

Pawel Bartoszek fyrrum borgarfulltrúi og þingmaður skrifaði færslu á Facebook þar sem hann veltir fyrir sér bílastæðamálum í borginni. Og þar beinir hann sjónum sínum bílastæðakjöllurum versus bílastæðahúsum, kostum þess og göllum. Í ljósi þess bílastæðamál hafa verið hugleikin í vikunni þá slógum við á þráðinn til Pawels og ræddum þessi mál við hann.

Nemendum í grunnskólum Kópavogsbæjar verður skylt taka samræmt námspróf frá og með næsta vori. Aðgerðin er ein af sextán umbótatillögum sem svara eiga ákalli kennara, nemenda og foreldra í sveitarfélaginu um nánari upplýsingar um hvar nemendurnir standi í námi. Við heyrðum í Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs.

Marius Borg Hoi­by, 28 ára son­ur norsku krón­prins­ess­unn­ar Mette Ma­rit hef­ur verið ákærður fyr­ir mörg af­brot, þar á meðal fjór­ar nauðgan­ir, kyn­ferðis­brot og lík­ams­meiðing­ar í kjöl­far ít­ar­legr­ar rann­sókn­ar lög­regl­unn­ar í Osló. Þá hefur hann verið sakaður um hlaðborð annarra afbrota, þar á meðal skemmdarverk, hótanir, brjóta nálgunarbann, umferðalagabrot og móðga lögreglumann. Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður Morgunblaðsins í Noregi sagði okkur nánar frá þessu.

Minningarsjóður Lofts Gunnarssonar hefur frá stofnun hans árið 2012 verið áberandi í umræðunni um málefni jaðarsettra einstaklinga og er í nánu samtali og samstarfi við velferðarsvið Reykjavíkurborgar, VOR-Teymið og ýmis úrræði fyrir heimilislausa svo sem gistiskýlin og Konukot. Og hafa nokkrir vaskir menn ákveðið hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn og safna pening sem verður eyrnamerktur Konukoti. Meðal þeirra sem hlaupa eru Gunni Hilmars, Krummi Björgvins og Pétur Ben tónlistarmaður svo einhverjir séu nefndir og þeir kíktu til okkar í Síðdegisútvarpið.

Það er líf og fjör hjá pysjubjörgunarfólki í Eyjum núna, en nærri fjögurhundruð pysjur hafa verið skráðar hjá pysjueftirlitinu. Við slógum á þráðinn til Harðar Baldvinssonar framkvæmdastjóra þekkingarseturs Vestmannaeyja.

Frumflutt

20. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,