Við höfum látið okkur málefni Sundabrautar varða í þættinum og nú er svo komið að fyrsti kynningafundur verkefnisins verður haldinn í kvöld. Á línunni hjá okkur var G. Pétur Matthíasson forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar.
Í síðustu viku var ekið á 11 ára dreng á hjóli á leið yfir gangbraut í grennd við Laugarnesskóla. Bílstjórinn stakk af eftir að hafa ekið að hluta yfir hjólið. Faðir drengsins sagði drenginn í áfalli og auglýsti eftir vitnum að atburðinum. Birgi Birgissyni formanni Reiðhjólabænda fannst of lítið fjallað um þetta mál í fjölmiðlum og ætlum við ræddum við hann um umferðaröryggi hjólandi og gangandi vegfarenda nú þegar skammdegið er að skella á.
Í vetur verður breytt fyrirkomulag fermingarfræðslu í Glerárkirkju á Akureyri en breytingin felur meðal annars í sér að fermingarbörnin mæta til fræðslukvölda í kirkjunni ásamt foreldrum sínum. Á dögunum mætti Sigga Dögg kynfræðingur á fermingafræðlukvöld í kirkjunni og hélt þar erindi, en óhætt er að segja að skiptar skoðanir hafi komið upp í færslum og athugasemdum á facebook í kjölfarið. Við ræddum við Sindra Geir Óskarsson sóknarprest í Glerárkirkju á Akureyri í þættinum.
Björn Teitsson borgarfræðingur skrifaði grein sem birtist á Vísi fyrir helgi þar sem hann velti fyrir sér hvers vegna Danir hafi það svona óþolandi gott. Og gengur hann svo langt að tala um að í Kaupmannahöfn sé himneskt að vera. Skipulagsmál eru honum hugleikin í greininni og þá ekki síst bílastæðamál. Við fengum Björn í heimsókn.
Á Fimmtudaginn næstkomandi kl. 17.00 mun Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistargagnrýnandi, blaða- og fræðimaður, kynna nýútkomna bók sína Icelandic Pop: Then, Today, Tomorrow, Next Week. Kynningin fer fram í Tónlistarmiðstöð, Austurstræti 5.
Bókin kemur út á vegum breska forlagsins Reaktion Books og bandaríska háskólaforlagsins The University of Chicago Press og í henni rekur Arnar sögu íslenskrar dægurtónlistar frá 1950 - 2020 í máli og myndum. Arnar kíkti í Síðdegisútvarpið.
Við Íslendingar elskum baðlón og þeir sem sækja okkur heim virðast gera það líka. Nú hefur nýtt baðlón opnaði á Laugarási. Við ætlum að heyra í Bryndísi Björnsdóttur framkvæmdastjóra og spyrja hvernig fyrstu dagarnir hafa gengið en lónið opnaði um miðja síðustu viku.
Gunnar Birgisson fór yfir nýjustu vendingar í Bestu deildinni og hitaði upp fyrir körfuboltann en Njarðvík mætir Álftanesi í kvöld.