Við ræddum netöryggi í þættinum. Þegar Halla forseti fór í opinbera ferð til Finnlands á dögunum voru ma. með í sendinefnd fulltrúar frá Netöryggisfrirtækinu Key Strike. Þar var áhersla lögð á dual-use tækni sem er tvíhliða tækni sem nýtist bæði til að vernda borgaraleg og hernaðarleg skotmörk í stríði. Við ætlum að forvitnast betur um dual – use tækni og netöryggi sem er risastór hluti af varnarviðbragði Norðurlandaþjóða og Evrópu almennt. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir frá Key Strike kom til okkar.
Fyrir nokkrum árum lagðist Ingunn Lára Kristjánsdóttir í mikla rannsóknarvinnu til að fræðast meira um þessa tegund mannskeppnunar, Skinkuna. En hver er staðan í dag? Ingunn kom í heimsókn.
Það styttist í stóra daginn á föstudag en þá verður þess minnst á 50 ár eru liðin frá stóra kvennaverkfallinu 1975. Undirbúningur fyrir stóra daginn er í fullum gangi og við heyrðum í Ingu Auðbjörgu sem er verkerfnastýra Kvennaverkfalls.
Líkt og kom fram í Kveiksþætti gærkvöldsins virðist svo vera að íslendingar eyði tugum milljarða í veðmál á erlendum og ólöglegum veðmálasíðum í ár Þetta er mat bandarísks fyrirtækis sem sérhæfir sig í veðmálamarkaðnum. Síðurnar hafa ekki leyfi til að starfa hér en hafa samt gert það árum saman án vandkvæða. En hvernig eru reglurnar í kringum þessi mál þegar kemur að íþróttahreyfingunni og hvernig er hægt að berjast gegn þessu ? Þeir Willum Þór Þórsson forseti ÍSÍ og Skúli Bragi Geirdal sviðsstjóri Netvís komu til okkar í dag.
Það stendur yfir fimleikaveisla á Ruv en HM í fimleikum ér í gangi. Dagur Kári Ólafsson var í dag fyrstur Íslendinga til að keppa í fjölþraut á heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum og við ræddum við Guðmund Brynjólfsson þjálfara og aðalmanninn hjá okkur á ruv sem lýsir keppninni í beinni.
Svava Arnardóttir, formaður Geðhjálpar, sat heimsþing raddheyrenda í Prag um miðjan október. Á þinginu var fólk sem heyrir raddir, sér sýnir eða hefur haft aðrar óhefðbundnar upplifanir, aðstandendur og fagfólk víða að úr heiminum, Svava kom til okkar og ræddi raddheyrendur.