Síðdegisútvarpið

Innanlandsflugið, Grafarvogsvefurinn og hreindýraveiðar

Í gær birtist grein á Vísi og yfirskriftin var : Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þar af hlýst. Undir þetta rita bæjar- og sveitarstjórar Akureyrarbæjar, Múlaþings, Dalvíkurbyggðar, Vesturbyggðar, Vestmannaeyjabæjar, Fjarðabyggðar, Norðurþings, Þingeyjarsveitar, Ísafjarðarbæjar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar Við heyrðum í Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra Vestamnnaeyjabæjar í þættinum.

Rás 2 tekur þátt í stærsta útvarpsþætti Evrópu í næstu viku. Þátturinn nefnist Europe's Biggest Gig. BBC Radio 1 framleiðir þáttinn í samstarfi við EBU. Siggi Gunnars kom til okkar.

Það bárust tíðindi úr Umhverfisráðuneytinu því um­hverf­is-, orku- og loft­lags­ráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson hef­ur hækkað veiðigjöld á hrein­dýr um 20% fyr­ir tarfa og 19% fyr­ir kýr

Við heyrðum hljóðið í Áka Ármanni Jónssyni formanni Skotvís um þessar nýju vendingar.

Helvítis fokking febrúar er spunasýning sem sýnd verður í Tjarnabíó sunnudaginn 23. febrúar. Hópur spunaleikara mun, meðal annars, nýta það helsta sem staðið hefur upp úr í fréttum í febrúar sem innblástur til búa til brakandi ferskt grín á staðnum. Því því segja úr verði eins konar “áramótaskaup” fyrir febrúar. Þeir Sindri Kamban og Stefán Gunnlaugur komu til okkar.

Jón G. Hauks­son, blaðamaður hef­ur opnað nýj­an vef, Grafar­vog­ur.net, sem hann hyggst upp­færa dag­lega með nýj­um frétt­um og fróðleik. Jón leit til okkar.

Íslandspósti hefur verið falið það hlutverk fyrir hönd ríkisins sinna alþjónustu á Íslandi til ársins 2030, fyrir sendingar bæði innanlands og til annarra landa. Skilyrði fyrir alþjónustu er öllum landsmönnum skuli standa til boða ákveðin lágmarksþjónusta á viðráðanlegu verði og uppfylltum ströngum gæðaviðmiðum. Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, var fyrsti gestur okkar í dag.

Frumflutt

20. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,